Norðurlandamótið í beinni á EiðfaxaTV
Anna-Lena Berg formaður SIF og Magnús Benediktsson fyrir hönd Eiðfaxa við undirskrift samninga um Norðurlandamót
Áfram heldur að bætast í dagskrána á sjónvarpsstöð Eiðfaxa, EiðfaxaTV fyrir komandi keppnistímabil. Um helgina var Eiðfaxi viðstaddur uppskeru- og afmælishátíð sænsku íslandshestsamtakanna (SIF) sem fögnuðu þeim tímamótum að 50 ár eru liðin frá stofnun samtakanna.
Við það tækifæri var undirritaður samningur þess efnis að EiðfaxiTV muni sýna frá Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem fer fram á Margareterhof í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst.
HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.
Norðurlandamótið í beinni á EiðfaxaTV
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Danir heiðruðu sitt fólk fyrir árangur ársins
Caspar er knapi ársins í Svíþjóð