Hrymur frá Hofi kominn í Hrafnagil

  • 21. júní 2012
  • Fréttir
Eiðfaxi Image
Sævar stýrari aðstoðar kappann

Stóðhesturinn Hrymur frá Hofi er kominn norður í Hrafnagil og mun taka á móti hryssum þar næstu vikurnar. Haldið verður undir hestinn á húsi, þ.e. honum verður ekki sleppt í hólf með hryssunum. Ástæðan er sú að hann varð fyrir slysi og þarfnast stundum „stýrimanns“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Jóni Elvari Hjörleifssyni á Hrafnagili, sem er eigandi Hryms. Yfirstýrari verður hinn kunni hestamaður og hrossaræktandi Sævar Pálsson. Gestur Júlíusson, dýralæknir, sér um að sóna hryssur frá hestinum. 

Hrymur er 15 vetra, undan Skorra frá Blönduósi og Hlökk frá Hólum, Feykisdóttur frá Hafsteinsstöðum. Undan Hrymi er komin fram nokkur afgerandi klárhross og töltarar og má þar nefna Krít frá Miðhjáleigu, Dögg frá Steinnesi og Dimmblá frá Kjartansstöðum. Af 40 sýndum afkvæmum eru 18 í 1. verðlaunum.  Hrymur er með 115 stig í kynbótamati og +4 í afkvæmafrávik. Ennþá eru laus pláss undir Hrym og áhugasömum er bent á að hafa samband við Jón Elvar bónda á Hrafnagili.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar