Kiljan frá Steinnesi á toppinn

  • 6. september 2010
  • Fréttir
Eiðfaxi Image
Mikið skeið og frábært tölt

Stóðhesturinn Kiljan frá Steinnesi er hæst dæmdi stóðhestur ársins það sem af er. Hann var sýndur í Víðidal í vor, fékk 8,71 í aðaleinkunn og er þar með kominn í hóp hæst dæmdu stóðhesta. Hann er úrval, bæði að gerð og kostum. Er með 8,33 fyrir sköpulag og 8,96 fyrir kosti. Hann er með 9,5 fyrir bak og lend, skeið og vilja, 9,0 fyrir hófa, tölt og fegurð.

Hann er einnig með 9,0 fyrir hægt tölt, sem er afar óvenjulegt hjá hesti með svo hreint og mikið skeið. Kiljan er undan Kletti frá Hvammi og Kylju frá Steinnesi, Kolfinnsdóttur frá Kjarnholtum. Ræktandi hans er Magnús Jósefsson í Steinnesi en eigendur eru Ingolf Nordal 90%, Halldór Þorvaldsson og Elías Árnason, sem eiga 5% hvor.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar