Markús frá Langholtsparti fallinn

  • 3. nóvember 2020
  • Fréttir

Markús frá Langholtsparti er fallinn. Inn á facebook síðu sem tileinkuð er þessum gæðingi er eftirfarandi pistill.

 

Í dag kveðjum við mikinn höfðingja, Markús frá Langholtsparti. Hann var náttúruafl, sjarmatröll, stjarna – það vissu allir sem sáu hann og kynntust að þarna var engin venjuleg skepna á ferð. Hann spilaði fótbolta og passaði börn, gerði sér svo lítið fyrir og þrusaði sér í fyrsta sæti á landsmóti í B-flokki gæðinga og var vinsælasti folinn á svæðinu. Hann vann til margra verðlauna í íþóttakeppni, ístölti og fleira og hlaut á endanum heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Alltaf með hinum stolta knapa Sigurbirni Bárðarsyni. Í þrjá áratugi hefur Markús fylgt okkur, alltaf jafn yfirvegaður, svalur og traustur. Nú er komið að leiðarenda. Það er sárt að kveðja og við huggum okkur við það að Markús mun lifa áfram í öllum þeim hæfileikahrossum sem undan honum hafa komið, og í minningunum okkar. Takk fyrir allt, elsku Markús.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar