101 knapi á lista fyrir fallega og sanngjarna reiðmennsku
Laura Enderes fékk flestar viðurkenningar fyrir fallega reiðmennsku á árinu: Henk & Patty
FEIF hefur birt lista yfir þá knapa sem hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir fallega og sanngjarna reiðmennsku á keppnistímabilinu. Tilnefningarnar eru gerðar af íþróttadómurum á alþjóðlegum mótum (e. World Ranking) og eru óháðar einkunnum eða árangri í keppni. Heldur er eingöngu horft til fallegrar og sanngjarnar reiðmennsku og þess að knapinn setji velferð hestsins í forgang
„Við viljum þakka öllum knöpum á listanum fyrir að vera þannig fyrirmyndir sem við viljum sjá í íþróttinni,“ segir í tilkynningu frá FEIF.
Flestar tilnefninga í ár fékk þýska knapinn Laura Enderes, en hún varð einnig handhafi FEIF Feather Prize á Heimsmeistaramótinu 2025. Hún hlaut 10 tilnefningar á þremur mótum. Hollenski knapinn Bas Cornielje hlaut næst flestar tilnefningar alls fjórar.
Fjölmargir íslenskir knapar eru á listanum að þessu sinni.:
-
Jón Ársæll Bergmann – 3 viðurkenningar á tveimur mótum
-
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Þorgeir Ólafsson – 2 viðurkenningar.
-
Elimar Elvarsson, Brynja Kristinsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Katrín Ösp Bergsdóttir, Lilja Rún Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Björn Einarsson, Védís Huld Sigurðardóttir, Hákon Dan Ólafsson, Benjamín Sandur Ingólfsson, Árni Björn Pálsson, Jakob Svavar Sigurðsson, Elvar Einarsson, Glódís Rún Sigurðardóttir og Helga Una Björnsdóttir, sem öll fengu eina viðurkenningu hvert.
Tilnefningarnar eiga að undirstrika áherslu FEIF á fallegan reiðstíl og velferð hestsins. Heildarlisti allra 101 knapa, með fjölda tilnefninga og móta, er aðgengilegur á heimasíðu FEIF. Einnig skera sig úr nokkrir knapar sem hafa hlotið tilnefningar árum saman. Stjörnumerking (*) á eftir nafni knapa á listanum táknar hversu mörg ár knapi hefur verið útnefndur fyrir fallega reiðmennsku.
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Sigursteinn Sumarliðason knapi ársins hjá Sleipni