12 hross með úrvalsfætur

  • 27. september 2024
  • Fréttir

Heiðir frá Stóra-Bakka Ljósmynd: Facebook DI-avl og kåringer

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er fótagerð.

Dómur á fótagerð skiptist í mat á útliti fótanna þar sem staða fram- og afturfóta er metin, sverleiki liða, lengdarhlutföll beina, vöðvafylling og prúðleiki þeirra; einnig er átak á fótum metið en þar er skoðuð þykkt sina, aðgreining þeirra frá leggjum og hversu þurrar sinar eru. Útlit fótanna vegur þyngra við einkunnagjöfina en átakið.

Eitt hross hlaut einkunnina 10,0 fyrir fótagerð í ár en það var Heiðir frá Stóra-Bakka, 5.vetra gamall stóðhestur undan Hreyfli frá Vorsabæ og Þöll frá Vík í Mýrdal. Hann er ræktaður af Benedikt Snorrasyni og Ann-Kristin Künzel en er í eigu Mw. A.K. Metz og var sýndur í Danmörku. Til viðbótar fengu 11 hross einkunnina 9,5 fyrir fótagerð.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Elja Efri-Hrepp Eldjárn frá Skipaskaga Askja frá Efri-Hrepp
Fönix Langhúsum Eldur frá Torfunesi Hersing frá Langhúsum
Heiðir Stóra-Bakka Hreyfill frá Vorsabæ II Þöll frá Vík í Mýrdal
Hekla Dallandi Glúmur frá Dallandi Tekla frá Dallandi
Hrókur Sunnuhvoli Hrannar frá Flugumýri II Urður frá Sunnuhvoli
Kóngur Teland Kleó frá Hofi Samba fra Teland
Landfari Fellsmúla Eldjárn frá Skipaskaga Auðmýkt frá Bjarkarhöfða
Muninn Litla-Garði Skaginn frá Skipaskaga Mirra frá Litla-Garði
Náttfari Gunvarbyn Grímur frá Efsta-Seli Nótt fra Ørskog
Refur Lækjarbotnum Konsert frá Hofi Víma frá Lækjarbotnum
Sif Stuðlum Útherji frá Blesastöðum 1A Þerna frá Arnarhóli
Skvísa Tøpholm Óðinn vom Habichtswald Andrá frá Skarði

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

9,5-10 fyrir samræmi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar