151 dagur í Heimsmeistaramótið

Eftir heimsmeistaramótin í Fehraltorf árið 1995 og í Brunnadern 2009, hefur VIS (samtök íslenska hestsins í Sviss) fundið hina fullkomnu staðsetningu í Hardwinkelhof, sem er staðsett í Birmenstorf í Aargau.
„Sumarið 2025 munum við taka á móti gestum frá öllum heimshornum á búgarði Huwiler fjölskyldu. Áhugafólk íslenska hestsins munu sjá bestu hesta í heimi, bæði keppnis- og kynbótahross. Fyrir þá sem koma einnig til að hitta mann og annan og hafa gaman verður nóg um að vera í „the Event Town“. Mótið verður upplifun fyrir alla fjölskylduna; tónleikar, matarbásar, verslanir og íslenski hesturinn,“ segir í tilkynningu frá mótshöldurum en áætlað er að allt að 30.000 gestir komi á mótið.
Miðasala er HÉR og hægt er að sjá drög að dagskrá HÉR.