1,6 milljónir hæsta boð í uppboðinu fyrir Eddu Rún!

  • 23. júlí 2020
  • Fréttir

Það er óhætt að segja að viðtökur við uppboði til styrktar Eddu Rúnar Ragnarsdóttur og fjölskyldu hafi verið hreint frábærar. Fyrsta boð upp á 200þúsund barst fljótlega eftir að uppboðið var sett í gang í upphafi vikunnar og síðan þá hafa þau streymt inn og við lok miðvikudags var hæsta boð komið upp í heilar 800 þúsund krónur.

En viti menn, nú er nýtt tilboð komið í rauðskjóttu hryssuna frá Stóra-Hofi og glænýja Klakinn-hnakkinn frá Sattelkompass GMBH og hljóðar þetta tilboð upp á litlar 1,6 milljónir króna!

Það er þó ennþá nægur tími eftir af uppboðinu – því lýkur formlega klukkan 23.59, föstudaginn 31. júlí. Áhugasamir sem vilja styrkja þetta frábæra málefni og eignast um leið hnakk og hest, geta því enn kafað djúpt ofan í sparibaukinn og lagt fram hærra tilboð. Við hjá Eiðfaxa munum uppfæra nýjustu fregnir hér á eidfaxi.is ef hærri tilboð berast, svo fylgist vel með.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<