18 hross hlutu úrvalseinkunn fyrir hófa

  • 29. september 2024
  • Fréttir

Sólbjartur hlaut 9,5 fyrir hófa yngstur hrossa í ár

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa eru Hófar.

Við mat á hófum er skoðuð lögun hófanna og útlit bæði að framan og frá hlið sem og hvernig þeir er að neðanverðu, þ.e. hvelfing hófbotns, þykkt hæla og lögun hóftungu. Til þess að sem réttust mynd fáist af upplagi hófa er mikilvægt að þeir séu eðlilegir að vexti og vel hirtir. Rétt lagaðir hófar eru samhverfir, jafnir að lögun frá hófhvarfi og niður að neðri brún hófs en þó er tekið tillit til eðlilegs fráviks á milli innri og ytri hluta hófsins þar sem innri hlið má vera lítið eitt brattari en sú ytri. U.þ.b. sami halli er á tá og hæl og bæði fram- og afturhófar víkka lítillega frá hófhvarfi og niður. Halli á tá og hæl skal endurspeglast af halla kjúku og æskileg lengd hæls er 30-50% af lengd táar. Aftasti hluti hæla skal vera því sem næst samsíða breiðasta hluta hóftungu.

Alls hlutu 18 hross einkunnina 9,5 fyrir hófa í ár en ekkert hross hlaut einkunnina 10,0 sem í raun hefur ekki verið gefinn frá því árið 2011.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Aría Votumýri 2 Konsert frá Hofi Röst frá Flugumýri II
Bylgja Barkarstöðum Roði frá Lyngholti Valhöll frá Blestastöðum 1A
Dagsbrún Skíðbakka III Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Móna frá Skíðbakka III
Dani Hjarðartúni Kveikur frá Stangarlæk 1 Dögg frá Breiðholti, Gbr.
Drangur Steinnesi Draupnir frá Stuðlum Ólga frá Steinnesi
Fenrir Finnastöðum Þráinn frá Flagbjarnarholti Aþena frá Akureyri
Freyja Divudóttir Lindnäs Týri från Lindnäs Diva från Gategården
Frumeind Brautarholti Sjóður frá Kirkjubæ Brynglóð frá Brautarholti
Hljómur Auðsholtshjáleigu Organisti frá Horni I Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu
Kór Skálakoti Konsert frá Hofi Sál frá Skálakoti
Magnús Miðfelli 2 Monitor frá Miðfelli 5 Stjarna frá Kálfsstöðum
Máni Syðra-Velli Skýr frá Skálakoti Fiðla frá Syðra-Velli
Salka Hólsbakka Roði frá Lyngholti Snót frá Búð 2
Sambó Berlar Glæsir von Gut Wertheim Samba vom Hegebusch
Sólbjartur Garði Ísak frá Þjórsárbakka Sól frá Mosfellsbæ
Sóli Þúfu í Landeyjum Sólon frá Skáney Þöll frá Þúfu í Landeyjum
Tristan Litlalandi Hrannar frá Flugumýri II Kría frá Litlalandi
Ýr Selfossi Kiljan frá Steinnesi Eik frá Ármóti

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

9,5-10 fyrir samræmi

9,5-10 fyrir fótagerð

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar