191 hross með fyrstu verðlaun flutt út

  • 14. janúar 2022
  • Fréttir

Draupnir frá Stuðlum kominn til Þýskalands

Útflutningur ársins 2021

Eins og áður hefur komið fram hér á vef Eiðfaxa að þá var árið 2021 metár í útflutningi en 3.341 hross voru flutt út.

Af þessum 3.341 hrossum eru 361 stóðhestar, 1.426 geldingar og 1.554 hryssur. Þá voru 191 hross útflutt á árinu sem hafa fengið 1. verðlaun í kynbótadómi.

Efstur á listanum er Draupnir frá Stuðlum en Draupnir var fluttur út til Þýskalands og er nú í eigu Anja Egger Meier og Kronshof.

Ölnir frá Akranesi er næstur í röðinni en hann fór til Danmerkur en hann er í eigu Gunn Iren Larsen og Leif Arne Ellingster. Ölnir hefur verið á búgarðinum Teland þar sem Steffi og Rune Svendsen ráða ríkjum.

Vegur frá Kagaðarhóli er þriðji í röðinni en allir þessir þrír hestar eru með yfir 8,80 í aðaleinkunn. Vegur er kominn til Finnlands til þeirra Veeru Sirén og Arnórs Dan Kristinssonar.

 

Listi yfir 15 efstu hrossin sem voru flutt út í ár

Nafn Uppruni Aðaleinkunn
Draupnir Stuðlum 8,88
Ölnir Akranesi 8,82
Vegur Kagaðarhóli 8,81
Eldjárn Skipaskaga 8,72
Nátthrafn Varmalæk 8,72
Arthúr Baldurshaga 8,69
Elrir Rauðalæk 8,66
Ómur Kvistum 8,61
Dropi Kirkjubæ 8,60
Fróði Staðartungu 8,59
Fenrir Feti 8,57
Hylling Akureyri 8,55
Bylgja Seljatungu 8,54
Bósi Húsavík 8,54
Brynjar Bakkakoti 8,52

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar