191 hross með fyrstu verðlaun flutt út
Draupnir frá Stuðlum kominn til Þýskalands
Eins og áður hefur komið fram hér á vef Eiðfaxa að þá var árið 2021 metár í útflutningi en 3.341 hross voru flutt út.
Af þessum 3.341 hrossum eru 361 stóðhestar, 1.426 geldingar og 1.554 hryssur. Þá voru 191 hross útflutt á árinu sem hafa fengið 1. verðlaun í kynbótadómi.
Efstur á listanum er Draupnir frá Stuðlum en Draupnir var fluttur út til Þýskalands og er nú í eigu Anja Egger Meier og Kronshof.
Ölnir frá Akranesi er næstur í röðinni en hann fór til Danmerkur en hann er í eigu Gunn Iren Larsen og Leif Arne Ellingster. Ölnir hefur verið á búgarðinum Teland þar sem Steffi og Rune Svendsen ráða ríkjum.
Vegur frá Kagaðarhóli er þriðji í röðinni en allir þessir þrír hestar eru með yfir 8,80 í aðaleinkunn. Vegur er kominn til Finnlands til þeirra Veeru Sirén og Arnórs Dan Kristinssonar.
Listi yfir 15 efstu hrossin sem voru flutt út í ár
| Nafn | Uppruni | Aðaleinkunn |
| Draupnir | Stuðlum | 8,88 |
| Ölnir | Akranesi | 8,82 |
| Vegur | Kagaðarhóli | 8,81 |
| Eldjárn | Skipaskaga | 8,72 |
| Nátthrafn | Varmalæk | 8,72 |
| Arthúr | Baldurshaga | 8,69 |
| Elrir | Rauðalæk | 8,66 |
| Ómur | Kvistum | 8,61 |
| Dropi | Kirkjubæ | 8,60 |
| Fróði | Staðartungu | 8,59 |
| Fenrir | Feti | 8,57 |
| Hylling | Akureyri | 8,55 |
| Bylgja | Seljatungu | 8,54 |
| Bósi | Húsavík | 8,54 |
| Brynjar | Bakkakoti | 8,52 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Afrekssjóður styrkir ungmenni á HM