39 knapar sýndu 10 hross eða fleiri í ár

  • 27. desember 2024
  • Fréttir

Jakob Svavar sýndi þau hross sem hlutu að meðaltali hæstu aðaleinkunnina

Listi yfir meðalaldur, fjölda og aðaleinkunn

Ræktunarstarf íslenska hestsins er samspil margra þátta og þeir knapar sem sýna kynbótahross leika þar stóran þátt við það að koma hrossunum á framfæri. Á meðal hlutverka þeirra er að sýna allt það besta sem hesturinn býr yfir og þannig aðstoða dómara við það að festa hendi á það hvaða eiginleikar búa í hverjum grip svo að framfarir verði í ræktuninni.

Alls sýndu 39 knapar 10 hross eða fleiri í ár till fullnaðardóms í kynbótadómi og hér fyrir neðan er að sjá lista yfir þá þar sem sjá má fjölda hrossa, meðalaldur þeirra og meðaltal aðaleinkunnar en hún miðast við hæsta dóm hvers grips.

Árni Björn Pálsson sýndi flest hross í ár eða 73 talsins, skammt á hæla hans kemur Þorgeir Ólafsson með 62 hross og Þórður Þorgeirsson sýndi 40 hross.

Jakob Svavar Sigurðsson er með hæsta meðaltal aðaleinkunnar af þessum knöpum en hann sýndi alls 14 hross í ár og er meðaltals einkunn þeirra 8,31. Á eftir honum kemur Hans Þór Hilmarsson með 14 sýnd hross og er meðaltal einkunnar þeirra 8,27.  Á eftir þeim koma svo nokkrir knapar jafnir með meðaltal aðaleinkunnar upp á 8,25 en það eru Árni Björn Pálsson, Helga Una Björnsdóttir, Þorgeir Ólafsson og Þórarinn Eymundsson.

 

KNAPI Hross Aldur Ae.
Árni Björn Pálsson 73 5,8 8,25
Þorgeir Ólafsson 62 6,2 8,25
Þórður Þorgeirsson 40 6,8 8,02
Viðar Ingólfsson 37 6,2 8,23
Jón Ársæll Bergmann 30 6,2 8,11
Teitur Árnason 30 5,5 8,22
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 29 5,7 8,22
Agnar Þór Magnússon 29 4,9 8,05
Elvar Þormarsson 28 6,6 8,12
Erlingur Erlingsson 28 6,6 7,86
Benjamín Sandur Ingólfsson 28 5,9 8,04
Agnar Snorri Stefansson 28 7,1 7,94
Helga Una Björnsdóttir 26 6,2 8,25
Flosi Ólafsson 25 5,6 8,17
Ævar Örn Guðjónsson 24 6,6 8,02
Máni Hilmarsson 24 6,3 7,76
Hlynur Guðmundsson 23 5,8 8,05
Daníel Jónsson 22 5,9 8,21
Sigurður Vignir Matthíasson 21 6,4 8,03
Guðmundur Friðrik Björgvinsson 21 6,4 8,20
Bjarni Jónasson 21 6,2 8,13
Ásmundur Ernir Snorrason 20 6,3 8,04
Þórarinn Eymundsson 19 5,9 8,25
Sigurður Óli Kristinsson 16 6,3 8,00
Frauke Schenzel 16 6,3 8,14
Hans Þór Hilmarsson 14 6,4 8,27
Jakob Svavar Sigurðsson 14 5,6 8,31
Barbara Wenzl 14 5,1 8,10
Sigurður Sigurðarson 13 7,8 8,05
Bergur Jónsson 13 5,8 8,06
Thorsten Reisinger 12 7,8 8,05
Sigursteinn Sumarliðason 12 5,9 8,02
Ísólfur Líndal Þórisson 12 5,4 7,95
Guðmar Freyr Magnússon 11 6,7 7,82
Gunnlaugur Bjarnason 11 6,5 7,79
Ólafur Andri Guðmundsson 10 6,6 8,24
Björn Haukur Einarsson 10 6,5 7,95
Steffi Svendsen 10 6,5 7,94

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar