58 folöld skráð til leiks í Sörla

  • 15. mars 2024
  • Tilkynning
Folaldasýning Sörla verður haldin á morgun, 16.mars

 58 folöld eru skráð til leiks. Sýningin hefst kl 13:00 og vegna aðstöðu (leysis) okkar biðjum við eigendur að koma tímanlega með folöldin, í síðasta lagi 12.15.

Við tökum fyrst merfolöld inn og hestfolöld þurfa að bíða á kerrum á meðan. Allir vinna saman og gera þetta að auðveldu verki.

Dómarar eru Jón Vilmundarson og Friðrik Már Sigurðsson og munu þeir dæma eftir kerfinu hjá icefoal.

Folatollauppboðið er á sínum stað og höfum við fengið tolla undir frábæra gæðinga; Seiður frá Hólum, Glampi frá Skeiðháholti, Straumur frá Hríshóli 1, Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum, Húni frá Ragnheiðarstöðum, Vísir frá Kagaðarhóli og Örvar frá Gljúfri. Hvetjum áhorfendur og þátttakendur að nýta tækifærið og bjóða í þessa frábæru tolla.

Stebbukaffi verður á sínum stað.

Meðfylgjandi er dagskrá og ráslisti.

Sjáumst hress !

Dagskrá:

13:00:

Merfolöld

Hlé (30mín)

Hestfolöld

Hlé (20mín)

-Uppboð folatolla

Úrslit merfolalda

Úrslit hestfolalda

 

Merfolöld

1.Rós frá Þjórsárbakka

Litur: Brún

Faðir: Loki frá Selfossi

Móðir: Daniella frá Þjórsárbakka

Eigendur og ræktendur: Svandís Magnúsdóttir, Haraldur Þorgeirsson

 

2.Villimey frá Brekknakoti

Litur: Brúnstjörnótt með vagl

Faðir: Sigur frá Brekknakoti

Móðir: Dáð frá Steinskoti

Eigandi: Árni Arnþórsson

Ræktandi: Dagný Gunnarsdóttir

3.Bella frá Hafnarfirði

Litur: Brún

Faðir: Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr

Móðir: Vigdís frá Hafnarfirði

Eigandi og ræktandi: Bryndís Snorradóttir

 

4.Arndís frá Síðu

Litur: Fífilbleik, blesótt

Faðir: Skýr frá Skálakoti

Móðir: Almadís frá Síðu

Eigandi og ræktandi: Viðar Jónsson

 

5.Dulúð frá Þorlákshöfn

Litur: Fífilbleik, kolótt

Faðir: Eldgígur frá Króki

Móðir: Harpa frá Stóra-Vatnshorni

Eigandi og ræktandi: Linda Steinunn Guðgeirsdóttir

 

6.Álfaborg frá Síðu

Litur: Rauðskjótt, glófext

Faðir: Þráinn frá Flagbjarnarholti

Móðir: Valborg frá Síðu

Eigendur og ræktendur: Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson

  

7.Draumey Rós frá Þorlákshöfn

Litur: Rauðstjörnótt

Faðir: Eldgígur frá Króki

Móðir: Brák frá Brúnum

Eigandi og ræktandi: Linda Steinunn Guðgeirsdóttir

8.Salóme frá Stuðlum

Litur: Rauðstjörnótt

Faðir: Dagur frá Austurási

Móðir: Hlökk frá Klömbrum

Eigandi og ræktandi: Bryndís Ösp Ólafsdóttir Bender

 

9.Ronja frá Þorlákshöfn

Litur: Brún

Faðir: Haukur frá Dufþaksholti

Móðir: Skellibjalla frá Króki

Eigandi og ræktandi: Hrefna Rún Olivers Óðinsdóttir

10.Efemía frá Þjórsárbakka

Litur: Rauðskjótt

Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka

Móðir: Surtsey frá Þjórsárbakka

Eigandi og ræktandi: Svandís Magnúsdóttir

11.Hreyfing frá Kvíarhóli

Litur: Rauðtvístjörnótt

Faðir: Hringur frá Gunnarsstöðum

Móðir: Skör frá Kvíarhóli

Eigendur og ræktendur: Ingólfur Jónsson, Viðar Ingólfsson

 

12.Skjannadís frá Ásgeirsbrekku

Litur: Rauðslettuskjótt

Faðir: Stardal frá Stíghúsi

Móðir: Von frá Enni

Eigandi: Sunna Rós Sigurðardóttir

Ræktandi: Jóhann Ingi Haraldsson 

 

13.Fiðla frá Syðri-Reykjum

Litur: Rauðblesótt

Faðir: Ari frá Votumýri

Móðir: Dimma frá Syðri Reykjum

Eigandi og ræktandi: Jón Valdimar Gunnbjörnsson

14.Atley frá Skeggjastöðum

Litur: Rauð

Faðir: Eldur frá Bjarghúsum

Móðir: Tekník frá Skeggjastöðum

Eigendur og ræktendur: Halldór Kristinn Guðjónsson, Erla Magnúsdóttir

15.Hringjadrottning frá Skeggjastöðum

Litur: Jarpblesótt, hringeygð

Faðir: Hringur frá Gunnarsstöðum

Móðir: Tign frá Skeggjastöðum

Eigendur og ræktendur: Halldór Kristinn Guðjónsson, Erla Magnúsdóttir

16.Rauðhetta frá Miklaholti

Litur: Ljósleirljós, skjótt með ægishjálm

Faðir: Þráinn frá Flagbjarnarholti

Móðir: Mjallhvít frá Heydölum

Eigendur og ræktendur: Lilja Kristjánsdóttir, Stefán Már Gunnlaugsson

17.Rökkurey frá Skeggjastöðum

Litur: Brúntvístjörnótt, hringeygð

Faðir: Lexus frá Vatnsleysu

Móðir: Gletta frá Hamrahóli

Eigendur og ræktendur: Halldór Kristinn Guðjónsson, Erla Magnúsdóttir

 

18.Nótt frá Framnesi

Litur: Brúnn

Faðir: Týr frá Miklagarði

Móðir: Perla frá Ytri Skeljabrekku

Eigandi og ræktandi: Ásbjörn Helgi Árnason

 

19.Aþena frá Lindarbæ

Litur: Brúnskjótt

Faðir: Haustar frá Lindarbæ

Móðir: Mist frá Ármóti

Eigendur og ræktendur: Finnbogi Aðalsteinsson, Elsa Jónsdóttir

 

20.Viðja frá Svignaskarði

Litur: Brún

Faðir: Veigar frá Skipaskaga

Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði

Eigandi og ræktandi: Valdís Björk Guðmundsdóttir

 

21.Djásn frá Barði

Litur: Sótrauð

Faðir: Eldjárn frá Tjaldhólum

Móðir: Síbería frá Barði

Eigandi: Ólafur Þ. Kristjánsson

Ræktandi: Sigríður Klara Böðvarsdóttir

 

22.Fold frá Efsta-Seli

Litur: Brún

Faðir: Forkur frá Breiðabólsstað

Móðir: Fía frá Efsta-Seli

Eigandi: Ásbjörn Helgi Árnason

Ræktandi: Daníel Jónsson

 

23.Líf frá Svignaskarði

Litur: Rauðskjótt

Faðir: Logi frá Svignaskarði

Móðir: Kjarva frá Svignaskarði

Eigendur og ræktendur: Guðmundur Skúlason, Oddný Mekkín Jónsdóttir

 

24.Ófelía frá Hafnarfirði

Litur: Bleikálótt

Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ II

Móðir: Ólafía frá Gimli

Eigandi og ræktandi: Svavar Arnfjörð Ólafsson

 

25.Mæja frá Hafnarfirði

Litur: Brún

Faðir: Tíberíus frá Hafnarfirði

Móðir: Salvör frá Syðri-Reykjum

Eigandi og ræktandi: Snorri Rafn Snorrason

 

26.Aðgát frá Þingnesi

Litur: Rauðblesótt

Faðir: Fróði frá Flugumýri

Móðir: Spá frá Þingnesi

Eigandi og ræktandi: Þorsteinn Eyjólfsson

 

27.Hrauna frá Svignaskarði

Litur: Brún

Faðir: Apollo frá Haukholtum

Móðir: Kveikja frá Svignaskarði

Eigendur og ræktendur: Guðmundur Skúlason, Oddný Mekkín Jónsdóttir

 

28.Salka frá Kvíarhóli

Litur: Brún

Faðir: Sólon frá Þúfum

Móðir: Storð frá Stuðlum

Eigendur og ræktendur: Ingólfur Jónsson, Viðar Ingólfsson

29.Gola frá Hnaukum

Litur: Jörp

Faðir: Merkúr frá Svalbarði

Móðir: Ljóska frá Hnaukum

Eigandi: Jónína Vilborg Sigmundsdóttir

Ræktandi: Gunnar Rúnar Gunnarsson

 

Hestfolöld

1.Rúbín frá Litla-Hálsi

Litur: Rauðtvístjörnóttur

Faðir: Sólargeisli frá Strandbakka

Móðir: Embla frá Minni-Borg

Eigandi: Ingibjörg Jafetsdóttir

Ræktandi: Hannes Gísli Ingólfsson

 

2.Babar frá Borgareyrum

Litur: Fífilbleikblesóttur

Faðir: Glóblesi frá Borgareyrum

Móðir: Milljón frá Ketilsstöðum

Eigandi: Graðhestafélagið Babar

Ræktandi: Torf túnþökuvinnslan ehf

3.Hljómur frá Hæl

Litur: Grár

Faðir: Tíberíus frá Hafnarfirði

Móðir: Man frá Hæl

Eigandi: Topphross ehf

Ræktandi: Harpa Jóhanna Reynisdóttir

4.Dáti frá Þingnesi

Litur: Rauðblesóttur

Faðir: Skýr frá Skálakoti

Móðir: Furða frá Þingnesi

Eigandi og ræktandi: Þorsteinn Eyjólfsson

 

5.Kaldi frá Ragnheiðarstöðum

Litur: Rauðglófextur

Faðir: Loki frá Selfossi

Móðir: Hátign frá Ragnheiðarstöðum

Eigandi og ræktandi: Helgi Jón Harðarson

 

6.Leó frá Þorlákshöfn

Litur: Rauðblesóttur

Faðir: Blær frá Söðulsholti

Móðir: Þrá frá Veðramóti

Eigandi og ræktandi: Linda Steinunn Guðgeirsdóttir

7.Leó frá Hafnarfirði

Litur: Jarpskjóttur

Faðir: Þröstur frá Kolsholti

Móðir: Júlía frá Syðstu-Görðum

Eigandi og ræktandi: Benedikt Þórður Jakobsson

8.Vigri frá Þorlákshöfn

Litur: Brúnstjörnóttur

Faðir: Haukur frá Dufþaksholti

Móðir: Emma frá Króki

Eigandi og ræktandi: Hrefna Rún Olivers Óðinsdóttir

9.Bassi frá Brekku

Litur: Brúnn

Faðir: Safír frá Hjarðartúni

Móðir: Hátíð frá Brekku

Eigendur og ræktendur: Jón Óskar Jóhannesson, Valdís Björk Guðmundsdóttir

10.Ágúst frá Selfossi

Litur: Rauðblesóttur, hringeygður

Faðir: Eldgígur frá Króki

Móðir: Skvísa frá Króki

Eigandi og ræktandi:  Rakel Róbertsdóttir

 

11.Sæberg frá Svignaskarði

Litur: Brúnn

Faðir: Gangster frá Árgerði

Móðir: Védís frá Jaðri

Eigandi og ræktandi: Berglind Rósa Guðmundsdóttir

12.Náttfari frá Áslandi

Litur: Jarpstjörnóttur

Faðir: Ljúfur frá Torfunesi

Móðir: Nótt frá Áslandi

Eigendur og ræktendur: Eyjólfur Sigurðsson, Gyða Sigríður Tryggvadóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Þorgeir Jóhannesson

 

13.Örn frá Svignaskarði

Litur: Jarpur

Faðir: Dagur frá Hjarðartúni

Móðir: Ör frá Svignaskarði

Eigandi og ræktandi: Guðmundur Skúlason

14.Gunnar frá Selfossi

Litur: Brúntvístjörnóttur

Faðir: Eldgígur frá Króki

Móðir: Dimmalimm frá Króki

Eigandi og ræktandi: Rakel Róbertsdóttir

15.Arður frá Áslandi

Litur: Móbrúnn

Faðir: Sjóður frá Kirkjubæ

Móðir: Sóldögg frá Áslandi

Eigendur: Kristín Þorgeirsdóttir,  Gyða Sigríður Tryggvadóttir, Þorgeir Jóhannesson

Ræktendur: Kristín Þorgeirsdóttir, Þorgeir Jóhannesson

16.Aríus frá Rauðsgili

Litur: Brúnskjóttur

Faðir: Rómeó frá Röðli

Móðir: Gyðja frá Viðvík

Eigandi: Írena Ósk Þuríðardóttir

Ræktandi: Þuríður Sigurjónsdóttir

17.Safír frá Litla-Garði

Litur: Jarpur

Faðir: Muninn frá Litla-Garði

Móðir: Saga frá Litla-Garði

Eigandi: Þórunn Þórarinsdóttir

Ræktendur: Herdís Ármannsdóttir, Stefán Birgir Stefánsson

 

18.Aron frá Síðu

Litur: Rauðblesóttur

Faðir: Skýr frá Skálakoti

Móðir: Ambátt frá Síðu

Eigendur og ræktendur: Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson

19.Hannibal frá Mosfellsbæ

Litur: Brúnn

Faðir: Forkur frá Breiðabólstað

Móðir: Þekking frá Litlu-Gröf

Eigandi og ræktandi: Gunnar Valsson

20.Atlas frá Trippadal

Litur: Jarpskjóttur

Faðir: Tígull frá Stekkholti

Móðir: Tíbrá frá Stekkholti

Eigandi: H-Stekk ehf

Ræktandi: Eyþór Steinarsson

 

21.Gandur frá Mosfellsbæ

Litur: Rauðtvístjörnóttur, leistóttur

Faðir: Bárður frá Sólheimum

Móðir: Stjörnunótt frá Litlu-Gröf

Eigandi og ræktandi: Gunnar Valsson

 

22.Fönix frá Framnesi

Litur: Móbrúnn

Faðir: Goði frá Bjarnarhöfn

Móðir: Bergrós frá Litla-Garði

Eigandi og ræktandi: Ásbjörn Helgi Árnason

23.Bergstað frá Brekku

Litur: Jarpskjóttur

Faðir: Kriki frá Krika

Móðir: Njála frá Efstadal II

Eigendur og ræktendur: Jón Óskar Jóhannesson, Valdís Björk Guðmundsdóttir

24.Kári frá Hafnarfirði

Litur: Móálóttur

Faðir: Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

Móðir: Katalína frá Hafnarfirði

Eigandi og ræktandi: Sævar Smárason

 

25.Aðalsteinn frá Hafnarfirði

Litur: Móálóttur

Faðir: Moli frá Skipagerði

Móðir: Pía frá Geldingará

Eigandi: Stefán Magnússon

Ræktandi: Aron Bjarni Stefánsson

 

26.Draumur frá Borgareyrum

Litur: Leirljós blesóttur

Faðir: Kristall frá Borgareyrum

Móðir: Dís frá Borgareyrum

Eigandi: Hjördís Antonía Andradóttir

Ræktandi: Torf túnþökuvinnslan ehf

27.Hringur frá Þorlákshöfn

Litur: Fífilbleikur, blesóttur, glófextur með hring í auga

Faðir: Dagfari frá Álfhólum

Móðir: Hlíð frá Hvammi

Eigandi: Koltinna ehf, Þorlákshöfn

Ræktandi: Þórarinn Óskarsson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar