75 ár stofnun Harðar í Mosfellsbæ

  • 18. desember 2025
  • Fréttir
Afmælishátíð var haldinn með glæsibrag

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ var stofnað árið 1950 og fagnar því 75 ára afmæli í ár. Það er alls ekki sjálfgefið að íþróttafélög nái svo háum aldri og af þessu tilefni var haldin sýning í reiðhöll Harðar síðastliðinn sunnudag og gestum boðið í kaffi í Harðarbóli að henni lokinni.


Margt var um manninn, gestir hvaðan æva að, og sýningin tókst vel. Knapar á öllum aldri sýndu listir á hestbaki , allt frá reið beislislaust og berkbakt til sýningar á gæðingalist. Skrautreið yngri knapa og sýning hrossa sem ræktuð eru af Harðarfélögum var einnig í boði, hindrunarstökk og fleira skemmtilegt og lauk sýningunni á kynningu á reiðnámi fatlaðra sem hefur verið haldi úti í Herði um árabil.


Þá buðu reiðskólarnir Hestamennt og Hestasnilld sem starfa á félagssvæði Harðar börnum á hestbak. Félaginu bárust góðar gjafir, UMSK gaf glæsilegt ræðupúlt, hestamannafélagið Sörli gaf hjálma fyrir fatlaða starfið og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs færðu hestamannafélaginu Herði fyrir hönd Mosfellsbæjar verk eftir Mosfellinginn Þóri Gunnarsson sem er betur þekktur sem Listapúkinn.

Formaður LH og varaformaður stýrðu afmælissöng og færðu félaginu blóm.

Hestamannafélagið Hörður þakkar öllum sem komu og sýndu félaginu vinahug á þessum tímamótum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar