Suðurlandsmót WR – Skráningu lýkur í dag

  • 20. ágúst 2023
  • Tilkynning
WR Suðurlandsmót fer fram 25.- 27. ágúst á Rangárbökkum og er gríðarleg tilhlökkun í loftinu fyrir síðasta móti ársins á Rangárbökkum!
Mótið er ætlað fullorðins flokkum og er opið. Komi til þess að ekki náist viðunandi fjöldi í flokka verða þeir felldir niður eða sameinaðir öðrum eftir atvikum.
Ekki er heimilt að skrá ungmenni til þátttöku á mótinu þar sem boðið var uppá Ungmennaflokk á Suðurlandsmóti sem lýkur um þessa helgi.
Fyrirspurnir vegna mótsins sendist á skraninggeysir@gmail.com
Mótstjóri: Jónína Lilja Pálmadóttir
Opið verður fyrir skráningar til sunnudagsins 20. ágúst kl. 23:59.
Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:
– Nái skráningar ekki 20 í flokki eru eingöngu riðin A-úrslit.
– Nái skráningar ekki viðunandi fjölda fellur flokkur niður eða verður sameinaður öðrum eftir atvikum.
– Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.
– Mótið er World Ranking mót og mikilvægt að keppendur hafi kynnt sér nýjustu útgáfu af keppnisreglum. Sjá nánar á vef LH og FEIF.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Meistaraflokkur
T1, T3, V1, V2, F1, F2, T2, PP1
1.flokkur
T3, V2, F2, T4, PP1
2.flokkur
T3, T7, V2, F2, T4
Opinn flokkur í skeiði: P1, P2, P3
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
8.500 kr – Meistaraflokkur, 1. Flokkur og 2. Flokkur utan skeiðgreina.
Sjáumst á Rangárbökkum!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar