Enn ein rós í hnappagat yngsta félags landsins

Bragi Gunnarsson formaður Jökuls með æskulýðsbikarinn við hlið hans stendur formaður æslulýðsnefndar LH Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir.
Hestamannafélagið Jökull var stofnað 1. júlí árið 2021 þegar hestamannafélögin Logi, Trausti og Smári sameinuðust. Síðan að þetta var gert hefur starfsemi félagsins blómstrað og vakið athygli annarra hestamannafélaga. Félagar í Jökli eru tæplega 700 talsins og eru þeir því fleiri en í t.d. nágrannafélaginu Sleipni sem hefur þótt frekar fjölmennt félag á landsvísu.
Enn ein rós bættist í hnappagat þessa yngsta hestamannafélags landsins um helgina þegar því var úthlutað æskulýðsbikar LH. En í reglugerð um æskulýðsbikar LH segir „Æskulýðsnefnd LH veitir á hverju ári Æskulýðsbikar LH, því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja bestu skýrsluna.“
Í yfirlýsingu frá stjórn Jökuls segir:

Ungir Jökulsfélagar kátir með æskulýðsbikarinn