Jóhanna Margrét íþróttamaður Mána

  • 24. nóvember 2023
  • Fréttir
Aðalfundur Mána var haldinn í reiðhöll Mána miðvikudaginn 22. nóvember.

Við tilefnið voru knapar verðlaunaðir og veitt var viðurkenning fyrir hæst dæmda kynbótahrossið ræktað af Mánafélaga.

Jóhanna Margrét Snorradóttir var íþróttamaður Mána enda náði hún frábærum árangri á árinu, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Íslandsmeistari. Signý Sól Snorradóttir, Glódís Líf Gunnarsdóttir, Helena Rán Gunnarsdóttir og Rut Páldís Eiðsdóttir hlutu árangursverðlaun fyrir keppnisárið 2023.

Gauti frá Vöðlum var hæst dæmda kynbótahrossið sem ræktað er af Mánafélaga en Margeir Þorgeirsson er ræktandi hestsins.

 

Íþróttamaður Mána:
Jóhanna Margrét Snorradóttir

Árangursverðlaun fyrir keppnisárið 2023
Signý Sól Snorradóttir
Glódís Líf Gunnardóttir
Helena Rán Gunnardóttir
Rut Páldís Eiðsdóttir

Viðurkenning fyrir hæst dæmda kynbótahrossið sem ræktað er af Mána félaga 2023
Margeir Þorgeirsson
Gauti frá Vöðlum 5 vetra stóðhestur
Aðaleinkunn: 8.44
Bygging: 8.27
Hæfileikar: 8.53

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar