Knapar ársins í Danmörku
Þar fór margt áhugavert fram og m.a. voru knapar ársins verðlaunaðir.
Íþróttaknapi ársins var Anne Franke Andersen en hún hlaut m.a. silfurverðlaun á Heimsmeistarmótinu í ágúst í samanlögðum fimmgangsgreinum á hesti sínum Vökli frá Leirubakka.
Freja Løvgreen Gandrup var valin „Talent of the Year“ eða efnilegasti knapi ársins. Hún varð heimsmeistari í 250 m. skeiði í ungmennaflokki á Fjölva fra Hedegaard.