Sara og Flóki tróna á toppnum á stöðulista fimmgangs

Keppnisárinu á Íslandi sem og víðast annars staðar er nú lokið og allir mótshaldarar ættu að vera búnir að skila inn niðurstöðum. Þá er gaman að skoða stöðulista ársins í mismunandi greinum og það er það sem Eiðfaxi hefur verið að gera á síðustu vikum.
Margir knapar náðu góðum árangri í Fimmgangi (F1) hér á landi í sumar og eru þeir alls 24 sem hlutu 7,00 eða hærra. Efst á stöðulista ársins í fimmgangi er Sara Sigurbjörnsdóttir á Flóka frá Oddhóli en þau hlutu 7,80 í forkeppni á Reykjavíkurmeistaramótinu. Önnur á listanum er Eyrún Ýr Pálsdóttir á Leyni frá Garðshorni á Þelamörk með 7,67 í einkunn og þriðji er Þorgeir Ólafsson á Goðasteini frá Haukagili Hvítársíðu með 7,50 í einkunn.
ATH: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að uppfærsla átti sér stað á SportFeng.
1 | Sara Sigurbjörnsdóttir | IS2009186058 Flóki frá Oddhóli | 7,80 |
2 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | IS2015164068 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk | 7,67 |
3 | Þorgeir Ólafsson | IS2015136937 Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu | 7,50 |
4 | Þórarinn Eymundsson | IS2012181608 Þráinn frá Flagbjarnarholti | 7,47 |
5 | Jakob Svavar Sigurðsson | IS2013137017 Nökkvi frá Hrísakoti | 7,47 |
6 | Teitur Árnason | IS2012181660 Atlas frá Hjallanesi 1 | 7,40 |
7 | Elvar Þormarsson | IS2015182788 Djáknar frá Selfossi | 7,33 |
8 | Ásmundur Ernir Snorrason | IS2014184741 Ás frá Strandarhöfði | 7,33 |
9 | Viðar Ingólfsson | IS2015135536 Eldur frá Mið-Fossum | 7,27 |
10 | Bjarni Jónasson | IS2010284977 Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli | 7,27 |
11 | Finnbogi Bjarnason | IS2013158455 Einir frá Enni | 7,23 |
12 | Mette Mannseth | IS2011158164 Kalsi frá Þúfum | 7,20 |
13 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | IS2012165291 Júní frá Brúnum | 7,13 |
14 | Hafþór Hreiðar Birgisson | IS2014125087 Þór frá Meðalfelli | 7,13 |
15 | Hans Þór Hilmarsson | IS2015157777 Ölur frá Reykjavöllum | 7,07 |
16 | Daníel Jónsson | IS2012101256 Glampi frá Kjarrhólum | 7,07 |
17 | Hinrik Bragason | IS2015186735 Prins frá Vöðlum | 7,07 |
18 | Sigurður Vignir Matthíasson | IS2011101133 Hljómur frá Ólafsbergi | 7,07 |
19 | Flosi Ólafsson | IS2014182122 Steinar frá Stíghúsi | 7,07 |
20 | Viðar Ingólfsson | IS2015155040 Atli frá Efri-Fitjum | 7,03 |
21 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | IS2015177272 Silfursteinn frá Horni I | 7,00 |
22 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | IS2011258623 Nóta frá Flugumýri II | 7,00 |
23 | Þórarinn Ragnarsson | IS2016187115 Herkúles frá Vesturkoti | 7,00 |
24 | Þorsteinn Björn Einarsson | IS2013158151 Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd | 7,00 |
Stöðulistinn er birtur með fyrirvara um að öll félög hafi skilað inn niðurstöðum.