Glódís Rún íþróttakona ársins í Árborg

  • 28. desember 2023
  • Fréttir

Glódís Rún Sigurðardóttir hestaíþróttakona í Sleipni á Selfossi var í kvöld útnefnd íþróttakona Árborgar árið 2023. Hún varð m.a Íslands- og heimsmeistari ungmenna í fimmgangi á Sölku frá Efri-Brú

Í tillkynningu frá Hestamannafélaginu Sleipni segir:

Það er sérstök ánægja fyrir félagið að tilkynna val á íþróttakonu ársins hjá Árborg, Glódísi Rún Sigurðardóttur. Glódís er vel að titlinum komin með langan og farsælan keppnisferil að baki í barna,- unglinga,- og ungmennaflokki.

Sleipnir óskar Glódísi til hamingju með titilinn og öðrum sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefningarnar.

Mynd fenginn af Facebook síðu Sleipnis

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar