Gullkistan Elvar Þormarsson maður ársins á Eiðfaxa

  • 1. janúar 2024
  • Sjónvarp Fréttir

Eiðfaxi stóð fyrir kjöri á manni ársins árið 2023 í annað sinn. Lesendur okkar gátu tilnefnt þær manneskjur sem þeim þótti skara fram úr á árinu og í kjölfarið kosið um þau sem flestar tilnefningar hlutu. á sjöunda hundrað tóku þátt í kosningum á vef okkar en fimm aðilar voru tilnefndir það voru þau:  Elvar Þormarsson, Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.

Það fór svo að lokum að Elvar hlaut flest atkvæði. Blaðamenn Eiðfaxa komu honum að óvörum þar sem hann var í árlegum gamlársdagsreiðtúr í hópi valinkunnra manna í Hvolhreppi. Til hamingju Elvar!

Viðtalið við hann af þessu tilefni má sjá hér að neðan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar