Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Knapar og lið í Meistaradeildinni

  • 4. janúar 2024
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur göngu sína 25. janúar á keppni í fjórgangi.

Deildin er ekki fullskipuð í ár en einungis sjö lið taka þátt í deildinni þennan veturinn.

Top Reiter vann liðakeppnina í fyrra og er liðið óbreytt. Hjarðartún er einnig með óbreytt lið frá því í fyrra en liðskipan liðanna má sjá hér fyrir neðan.

Auðsholtshjáleiga hætti með lið í deildinni og kom ekkert nýtt lið í staðinn. Einhverjir knapar úr liði Auðsholtshjáleigu eru komnir í önnur lið en Daníel Gunnarsson og Sara Sigurbjörnsdóttir eru komin í lið Ganghesta/Margrétarhofs. Úr því liði fór Glódís Rún Sigurðardóttir yfir í lið Hestvits/Árbakka og Reynir Örn Pálmason hætti í deildinni. Fredrica Fagerlund er einnig ný í liði Hestvits en Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason eru hætt í deildinni.

Lið Storm Rider/Austurkots er komið með nýtt nafn og heitir nú Austurkot/Pula. Þar hafa orðið knapaskipti en í stað Matthíasar Kjartanssonar, Hafþórs Hreiðars Birgissonar og Kristófers Darra Sigurðssonar koma nýir í liðið Hanna Rún Ingibergsdóttir, Jón Ársæll Bergmann og Ólafur Andri Guðmundsson.

Hrímnir/Hest.is er nánst óbreytt fyrir utan að Ásmundur Ernir Snorrason er kominn í liðið en hann var áður í liði Auðsholtshjáleigu.

Tveir nýjir knapar eru í liði Þjóðólfshaga/Sumarliðabæjar en Guðmar Þór Pétursson og Guðmundur Björgvinsson eru komnir í staðinn fyrir Mette Mannseth og Ólaf Ásgeirsson.

Allir knaparnir sem eru að koma nýir inn í deildina í ár hafa einhvern tímann áður keppt í Meistaradeildinni fyrir utan Jón Ársæl Bergmann.

Knapar og lið í Meistaradeildinni 2024

Austurkot/Pula

Hanna Rún Ingibergsdóttir
Jóhann Ragnarsson
Jón Ársæll Bergmann
Ólafur Andri Guðmundsson
Páll Bragi Hólmarsson

Ganghestar/Margrétarhof

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Daníel Gunnarsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Sara Sigurbjörnsdóttir
Sigurður Vignir Matthíasson

Hestvit/Árbakki

Glódís Rún Sigurðardóttir
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Fredrica Fagerlund
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Pierre Sandsten Hoyos

Hjarðartún

Helga Una Björnsdóttir
Elvar Þormarsson
Hans Þór Hilmarsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Þórarinn Ragnarsson

Hrímnir/Hest.is

Arnar Bjarki Sigurðsson
Ásmundur Ernir Snorrason
Benjamín Sandur Ingólfsson
Flosi Ólafsson
Viðar Ingólfsson

Top Reiter

Árni Björn Pálsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Konráð Valur Sveinsson
Teitur Árnason

Þjóðólfshagi/Sumarliðabær

Bjarni Jónasson
Guðmar Þór Pétursson
Guðmundur Björgvinsson
Sigurður Sigurðarson
Þorgeir Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar