Landsamband hestamanna Öryggi hestamanna þegar kemur að reiðtygjum

  • 19. janúar 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Myndband frá öryggisnefnd Landssambands hestamannafélaga

Öryggisnefnd LH fannst vanta umræðu og vitundarvakningu hvað varðar öryggi reiðtygja og hvernig hestafólk gæti sjálft verið vakandi fyrir þessum atriðum.

Nefndin ákvað því að leita til Guðmundar söðlasmíðameistara hjá Baldvini og Þorvaldi og biðja hann um að deila visku sinni. Hann var að meira en lítið tilbúinn til að leggja sitt af mörkum.

Það voru svo þau systkini Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir sem situr í öryggisnefnd og Teitur Magnússon kvikmyndagerðarmaður sem áttu veg og vanda að framkvæmdinni og útkoman er þetta flotta myndband sem mun án efa gagnast mörgum.

Öryggisnefnd hefur það að markmiðið að auka öryggi hestamanna og vinnur að fleiri stuttum myndböndum á borð við þetta sem þegar er komið út.

Þá hefur öryggisnefnd komið að öðrum verkefnum t.d. öryggismál í reiðhöllum og atvika og slysaskráningu á reiðleiðum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar