Kristín er íþróttamaður ársins 2023 í Skaftárhreppi
Þann 6. janúar síðastliðinn voru afhentar viðurkenningar til íþróttafólks úr Skaftárhreppi sem skaraði framúr á árinu 2023, afhendingin fór fram á Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri.
Til íþróttamanns ársins voru tilnefnd Daníel Smári Björnsson (frjálsíþróttir), Kristín Lárusdóttir (hestaíþróttir) og Svanhildur Guðbrandsdóttir (hestaíþróttir). Íþrótta- og tómstundanefnd útnefndi Kristínu Lárusdóttur sem íþróttamann Skaftárhrepps 2023.
Daníel Smári Björnsson, fékk viðurkenninguna efnilegasti íþróttamaður Skaftárhrepps 2023.
Sigurjón Ægir Ólafsson, fékk sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir stórglæsilegan árangur í kraftlyftingum á árinu 2023.
Hér má sjá myndir frá samkomunni:
www.klaustur.is