Forkeppni lokið í fjórgangi

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er í kvöld í HorseDay höllinni. Forkeppni er lokið í fjórgangum og efst eru sigurvegararnir frá því í fyrra, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðsstöðum, með 7,87 í einkunn. Aðalheiður keppir fyrir lið Ganghesta/Margrétarhofs.
Það er nokkuð ljóst hvaða lið hlýtur liðaplattann í kvöld en allir þrír knapar liðs Hestvits/Árbakka tryggðu sér sæti í úrslitunum. Glódís Rún Sigurðardóttir á Breka frá Austurási eru í 3.-4. sæti, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum í fimmta sæti og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum í sjötta sæti.
Annar inn í úrslit er Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti en þeir keppa fyrir lið Hjarðartúns og jöfn Glódísi í þriðja til fjórða sæti er Ragnhildur Haraldsdóttir á Úlfi frá Mosfellsbæ. Ragnhildur keppir fyrir sama lið og Aðalheiður, lið Ganghesta/Margrétarhofs.
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr forkeppni
Fjórgangur V1 – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,87 Ganghestar/Margrétarhof
2 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 7,50 Hjarðartún
3-4 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,37 Ganghestar/Margrétarhof
3-4 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 7,37 Hestvit/Árbakki
5 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,33 Hestvit/Árbakki
6 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,30 Hestvit/Árbakki
7 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum 7,17 Hjarðartún
8 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,03 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
9-10 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak 7,00 Hjarðartún
9-10 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,00 Austurkot/Pula
11-12 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 6,97 Hrímnir/Hest.is
11-12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Úlfur frá Hrafnagili 6,97 Top Reiter
13-14 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli 6,90 Ganghestar/Margrétarhof
13-14 Árni Björn Pálsson Alda frá Dalsholti 6,90 Top Reiter
15 Teitur Árnason Aron frá Þóreyjarnúpi 6,87 Top Reiter
16 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 6,83 Hrímnir/Hest.is
17 Arnar Bjarki Sigurðarson Logi frá Lerkiholti 6,80 Hrímnir/Hest.is
18-19 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 6,77 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
18-19 Ólafur Andri Guðmundsson Goði frá Garðabæ 6,77 Austurkot/Pula
20 Hanna Rún Ingibergsdóttir Móeiður frá Vestra-Fíflholti 6,27 Austurkot/Pula
21 Sigurður Sigurðarson Gaukur frá Steinsholti II 6,23 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
22 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi 5,67 Uppboðssæti