Svar við opnu bréfi frá stjórn LH
Sæl og blessuð Berglind og takk fyrir þitt svar.
Það er gott að fá það á hreint að engar siðareglur hafi verið brotnar og nefndar og stjórnarfólk innan LH getur fjallað um sín mál þegar að þau koma upp sama hvers eðlis þau eru.
Hér er reglan um hæfniskröfur dómara við skeiðgreinar á WR mótum:
S3.2 Judges
A licensed FEIF Breeding (as listed on the FEIF website) or Gæðingakeppni judge (as listed on the Landssamband hestamannafélaga website) may be employed in any required position for pace track tests where the duties are limited to showing a flag to indicate whether a horse is in pace or not.
Í3.6.1.7 Dómarar
Regla FEIF um framkvæmd 250m skeiðkappreiða
S3.6.1.7 Judges
Nine judges are needed.
A minimum of five judges is required at WorldRanking events. The other positions may be filled using pace assistants.
Pace assistants should be properly trained and approved by their national association:
- one judge stands at the starting line;
- judge two and three or one judge and a pace assistant stand at the 50 m mark on each side of the track;
- the fourth judge or pace assistant stands between the 50 m and 100 m marker;
- the fifth judge or pace assistant stands between the 100 m and 150 m marker;
- the sixth judge or pace assistant stands between the 150 m and 200 m mark
Íslensk þýðing á reglu við 250m skeið:
Í3.6.1.7 Dómarar
Níu dómarar skulu dæma þessa keppnisgrein.
Á WorldRanking mótum skulu vera að lágmarki 5 dómarar. Nota má hlaupagæslumenn í aðrar stöður.
Hlaupagæslumenn skulu hljóta nauðsynlega þjálfun sem samþykkt er af LH.
- Einn dómari stendur á ráslínu.
- Annar og þriðji dómari, eða einn dómari og einn hlaupagæslumaður standa á 50 m skiptilínu, sitt hvoru megin vallar.
- Fjórði dómari eða hlaupagæslumaður stendur á milli 50 m og 100 m skiptilínu.
- Fimmti dómari eða hlaupagæslumaður stendur á milli 100 m og 150 m skiptilínu.
- Sjötti dómari eða hlaupagæslumaður stendur á milli 150 m og 200 m skiptilínu.
- Sjöundi dómarinn eða hlaupagæslumaður stendur á milli 200 m og 250 m skiptilínu.
- Áttundi og níundi dómari, eða einn dómari og einn hlaupagæslumaður stan
Regla FEIF um framkvæmd 150m skeiðkappreiða
S3.6.3.2 Judges
Seven judges are needed.
A minimum of five judges is required at WorldRanking events. The other positions may be filled using pace assistants.
Pace assistants should be properly trained and approved by their national association:
- one judge stands at the starting line;
- judge two and three or one judge and a pace assistant stand at the 50 m mark on each side of the track;
- the fourth judge or pace assistant stands between the 50 m and 100 m marker;
- the fifth judge or pace assistant stands between the 100 m and 150 m marker;
- judge six and seven or one judge and a pace assistant stand at the finishing line on each side of the track.
Athyglisvert er að sjá að alltaf er krafist viðurkenndrar þjálfunar hlaupagæslumanna af landssambandi hverrar þjóðar. Í svari þínu nefnir þú að námskeið fyrir hlaupagæslumenn eigi að fara fram í mars á þessu ári og að það sé í lagi að kalla til starfa fólk sem að treyst er til starfa í hlaupagæslu og það hafi verið gert hingað til.
FEIF reglur teknar upp að fullu og íslenskar sérreglur felldar úr gildi
Á landsþingi haldið í RVK 2022 var samþykkt að innleiða að fullu keppnisreglur FEIf og þær yrðu þýddar og birtar á íslensku eins og nú hefur verið gert og við það falla úr gildi þær séríslensku reglur sem að gilt hafa, en allsstaðar er það haft að leiðarljósi að komi upp ágreiningur um túlkun reglu skal fara eftir reglunni eins og hún er birt á siðu FEIF.
Samkvæmt svari fra LH virðist vera að sér íslensk regla gildi ennþá um hæfni hlaupagæslumanna á WR mótum hérlendis s.s. ekki er krafist neins nema að viðkomandi geti glöggvað sig sæmilega á því hvort hesturinn sé á skeiði.
Svar formanns sportnefndar FEIF við fyrirspurn minni.
2.7 2023 spurði ég þáverandi formann keppnisnefndar LH hvort ég gæti mannað allar stöður við kappreiðar með gæðingadómurum og hvernig það stæði ef að t.d. heimsmet félli, fengist það samþykkt? Í hans svari sagði hann að starfsmaður nefndarinnar ( sviðsstjóri afreks og mótamála LH ) væri að reyna að ná sambandi við FEIF og fá svör. Ég þakkaði honum svarið og spurði hann einnig að því hvort að ég mætti nota reynda hestamenn í hlaupagæslu. Hann sá ekkert því til fyrirstöðu að gera það og í beinu framhaldi spurði ég hann að því hvort að krafan um þjálfun þeirra væri þá dottin út? Ekki svaraði hann þessu en í framhaldi sendi ég á hann svar sem að ég hef frá formanni Sportnefndar FEiF og er svohljóðandi.
„Sæll
Ef að þið eruð að spyrja um önnur mót en Worldranking þá er það viðkomandi Landssamband sem ákveður þær reglur.
Þegar um er að ræða Worldranking mót þá þarf eftirfarandi:
250m – 9 dómara og þar af 3 FEIF dómara. Rest er hlaupa gæslumenn sem þurfa að vera íþrótta-, gæðinga- eða kynbótadómarar
100m – 4 íþróttadómarar og þar af 3 FEIF dómara. Rest er hlaupa gæslumenn sem þurfa að vera íþrótta-, gæðinga- eða kynbótadómarar.
150m – 7 dómarar og þar af 3 FEIF dómara. Rest er hlaupa gæslumenn sem þurfa að vera íþrótta-, gæðinga- eða kynbótadómarar
Sjá FEIF reglu um dómara S3.2
Kveðja, „
Þáverandi formaður keppnisnefndar LH hafði ekki séð þetta áður en fyrst að ég væri með þetta svar væri best að fara eftir þessu. Eins og glöggt má sjá í svari FEIF er þess krafist að hlaupagæslumaður sé dómari á WR mótum. Hvar er íslenska sérreglan? Aftur engin viðurkennd þjálfun önnur en dómaramenntun er viðurkennd eða hefur farið fram hjá LH.
Skýrslur og starfsmenn móta
Á landþingi 2022 var lögð fram af stjórn LH og samþykkt „Reglugerð um mótahald á Íslandi.“ Í henni má finna grein um hæfniskröfur dómara á mótum haldin á Íslandi og er eftirfarandi.
„3.2 Dómararéttindi
Dómarar við gæðingakeppni og íþróttakeppni skulu hafa lokið dómaraprófi og hlotið viðurkenningu stjórnar LH sem gæðinga- eða íþróttadómarar. Dómararéttindi eru stigskipt. Íþróttadómarar skiptast í héraðsdómara, landsdómara og alþjóðadómara FEIF. Gæðingadómarar skiptast í félagsdómara og landsdómara. LH ber ábyrgð á menntun, endurmenntun og löggildingu héraðs-, félags, og landsdómara en FEIF ber ábyrgð á menntun, endurmenntun og löggildinu alþjóðadómara.
Réttindi gæðingadómara:
a) Félagsdómari hefur rétt til að dæma öll almenn gæðingamót, þó ekki landsmót og fjórðungsmót
b) Landsdómari hefur rétt til að dæma á öllum gæðingamótum sem haldin eru af LH eða aðildarfélögum þess
Réttindi íþróttadómara:
a. Héraðsdómari hefur rétt til að dæma öll almenn íþróttamót, þó ekki WR-mót, Íslandsmót og Landsmót.
b. Landsdómari hefur rétt til að dæma á öllum íþróttamótum sem haldin eru af LH eða aðildarfélögum þess „
Í kjölfar þess að Berglind taldi upp allan þann fjölda af starfsfólki sem að getið og ekki getið í skýrslum, við skulum aðeins skoða það.
Hólar WR mót:
Heimir Þór Guðmundsson Héraðsdómari skráður á allar hringvallagreinar á Hólum en skv. reglugerð LH er honum ekki heimilt að dæma WR mót.
Bjarni Jónasson hlaupagæsla – engin dómaramenntun eða viðurkennd þjálfun af hálfu LH.
Finnbogi Bjarnason – engin dómaramenntun eða viðurkennd þjálfun af hálfu LH
Bergur Gunnarsson – engin dómaramenntun eða þjálfun af hálfu LH.
Enn bregst fólki bogalistin, þessu fólki í hlaupagæslu var bætt inn þegar að skýrslu var breytt en án fullgildra réttinda. Sviðsstjóri afreks og mótamála sá um úthlutun dómara á þetta mót sem og önnur þetta vorið.
Selfoss WR mót, skráð hlaupagæslufólk auk dómurum mótsins:
Daníel Ingi Larssen dómari
Sævar Örn Sigurvinsson dómari
Helgi Þór Guðjónsson – engin dómaramenntun eða þjálfun af hálfu LH
Hulda Björk Haraldsdóttir – engin dómaramenntun eða þjálfun af hálfu LH
Maju Varis – engin dómaramenntun eða þjálfun af hálfu LH.
Samkvæmt þessu eru reglur ansi sveigjanlegar að mati stjórnar og starfmanna LH og kalla ég hér með eftir skráðum íslenskum sérreglum um undanþágur frá reglum FEIF, hvar er þær að finna? Á síðu LH eru starfsreglur stjórnar og nefnda og ekki er að sjá að skv. fundargerð að nokkur hafi vikið sæti þegar fjallað er um mál tengt þeim á fundi þann 7.júní. eftirfarandi grein í starfsreglum hljóðar svo:
„4. Hæfisreglur
Sömu reglur um hæfi og trúnað gilda jafnt fyrir aðalmenn og varamenn í stjórn og nefndum LH og teljast þeir allir falla undir skilgreiningu um stjórnarmenn.
Stjórnarmenn skulu forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og ber þeim að tilkynna formanni stjórnar um hugsanlegt vanhæfi sitt, gagnvart einstökum málum sem tekin eru upp í stjórn.
Stjórnarmenn skulu ekki taka þátt í meðferð mála þar sem þeir eiga verulegra persónulegra hagsmuna að gæta eða félag sem þeir sitja í stjórn/varastjórn eða eru fyrirsvarsmenn fyrir. Sama gildir um þátttöku í meðferð mála sem tengjast aðilum sem teljast venslaðir þeim með öðrumhætti. Um mat á hæfi við afgreiðslu einstakra mála og málsmeðferð í því sambandi fer eftir hæfisreglum almennra stjórnsýslulaga.
Stjórnarmaður skal víkja af fundi þegar kemur að afgreiðslu mála sem hann brestur hæfi til að taka þátt í. Bóka skal um þessi atriði í fundargerðum. Varamaður tekur sæti ef til þess kemur.
Stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri geta krafist þess að stjórnarmaður víki sæti telji þeir stjórnarmann vanhæfan til meðferðar máls. Verði ágreiningur um hæfi stjórnarmanns til meðferðar einstaks máls skal stjórnin taka ákvörðun þar um. Sá aðili sem talinn er vanhæfur skal ekki greiða atkvæði um hæfi sitt.“
Af þessu má telja að stjórn hafi metið alla hæfa til þess að fjalla um eigið ágæti á þessum fundi og þess má geta að enginn úr keppnisnefnd ákvað eða lagði til að stíga út úr umræðunni sem að fram fór í þeirri nefnd.
Það getur hver og einn myndað sér skoðun á vinnubrögðum í kringum þessi mál og gæti ég svosem birt ansi áhugaverð samskipti sem að ég hef í fórum mínum athugasemdum mínum til stuðnings. En af skýrslum og svari stjórnar LH til mín má glöggt skilja að séríslenskar reglur eru enn í hávegum hafðar og ekki er öllum ljóst hvað gildi og fyrir hvern eða hvar þær eru ritaðar.
Höfundur er Jón Þorberg Steindórsson dómari og fyrrum keppnisnefndarfulltrui LH