Ráslisti klár fyrir slaktaumatöltið
Ráslisti fyrir slaktaumatöltið í Meistaradeild Líflands er klár en keppnin fer fram á fimmtudaginn í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.
Fyrstur í braut er Þorgeir Ólafsson á Auðlind frá Þjórsárbakka en þau keppa fyrir lið Þjóðólfshaga/Sumarliðabæjar. Líkt og í fjórgangnum er mikið af nýjum pörum skráð til leiks í bland við reyndari pör.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir vann þessa grein í fyrra á Flóvent frá Breiðstöðum og eru þau til alls líkleg á fimmtudaginn. Ásmundur Ernir Snorrason mætir með Hlökk frá Strandarhöfði en þau enduðu í öðru sæti eftir sætaröðun dómara á Íslandsmótinu síðast liðið sumar. Páll Bragi Hólmarsson mætir með Vísi frá Kagaðarhóli en þeim hefur gengið gríðar vel í töltkeppni. Þetta er annað keppnistímabil Flosa Ólafssonar og Steinars frá Stíghúsi en þeir unnu slaktaumatöltið á WR íþróttamóti Sleipnis í fyrra.
Jakob Svavar Sigurðsson mætir með Hrefnu frá Fákshólum en Jakob stendur efstur í einstaklingskeppninni og ætlar sér eflaust að gera vel í þessari grein. Jakob og Hrefna hafa ekki keppt áður í slaktaumatölti en þau unnu gæðingalistina í Vesturlandsdeildinni í fyrra.
Elvar Þormarsson og Eyrún Ýr Pálsdóttir tefla fram mjög hátt dæmdum stóðhestum. Elvar er á Djáknari frá Selfossi sem hlaut næst hæstu hæfileika einkunn ársins í fyrra. Þeir hafa ekki keppt áður í slaktaumatölti en þeim hefur gengið vel í fimmgangi. Eyrún Ýr mætir á fallegasta hesti heims, Hyl frá Flagbjarnarholti, en hann var hæst dæmdi klárhesturinn í fyrra. Þau hafa ekki keppt áður í slaktaumatölti.
Einn villiköttur er skráður til leiks en hann keppir fyrir lið Ganghesta/Margrétarhofs. Tveir knapar hafa keypt sig inn í deildina í uppboðssæti. Rakel Sigurhansdóttir mætir með Slæðu frá Traðarholti en þær hafa keppt í greininni með góðum árangri. Arnar Bjarki Sigurðsson er hinn knapinn í uppboðssæti en hann er knapi í deildinni í liði Hrímnis/Hest.is. Hann mun því keppa til stiga í einstaklingskeppninni en ekki í liðakeppninni.
Höllin opnar kl 17:30 og er hægt að panta fyrir fram á hlaðborðið sem í boði verður og í kaupbæti er frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram HÉR.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá ráslistann fyrir slaktaumatöltið
Ráslisti – Slaktaumatölt T2 – Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Lið
1 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Loki frá Selfossi Gola frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
2 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Spuni frá Vesturkoti Blábjörg frá Torfastöðum Top Reiter
3 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Arður frá Brautarholti Ópera frá Dvergsstöðum Austurkot/Pula
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sesar frá Rauðalæk Straumur frá Feti Snúra frá Rauðalæk Hestvit/Árbakki
5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Skýr frá Skálakoti Ófelía frá Holtsmúla 1 Hjarðartún
6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Pan frá Breiðstöðum Dúkka frá Úlfsstöðum Ganghestar/Margrétarhof
7 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp Konsert frá Hofi Auður frá Neðri-Hrepp Hrímnir/Hest.is
8 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Orka frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
9 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hraunar frá Hrosshaga Gloría frá Skúfslæk Hjarðartún
10 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp Vilmundur frá Feti Myrra frá Ríp Uppboðssæti
11 Teitur Árnason Úlfur frá Hrafnagili Auður frá Lundum II Rauðhetta frá Holti 2 Top Reiter
12 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Loki frá Selfossi Sunna frá Sumarliðabæ 2 Hrímnir/Hest.is
13 Pierre Sandsten Hoyos Tristan frá Stekkhólum Jökull frá Rauðalæk Tilviljun frá Árbæ Hestvit/Árbakki
14 Ólafur Andri Guðmundsson Draumur frá Feti Arion frá Eystra-Fróðholti Jónína frá Feti Austurkot/Pula
15 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti Loki frá Selfossi Glæða frá Þjóðólfshaga 1 Uppboðssæti
16 Villiköttur Ganghestar/Margrétarhof
17 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Arion frá Eystra-Fróðholti Diljá frá Hveragerði Hjarðartún
18 Flosi Ólafsson Steinar frá Stíghúsi Hrannar frá Flugumýri II Álöf frá Ketilsstöðum Hrímnir/Hest.is
19 Sara Sigurbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá Ómur frá Kvistum Snæja frá Garðsá Ganghestar/Margrétarhof
20 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hylur frá Flagbjarnarholti Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Rás frá Ragnheiðarstöðum Top Reiter
21 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Ómur frá Kvistum Stolt frá Selfossi Hestvit/Árbakki
22 Sigurður Sigurðarson Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 Stáli frá Kjarri Æsa frá Flekkudal Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
23 Jón Ársæll Bergmann Grímur frá Skógarási Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Lind frá Ármóti Austurkot/Pula