Uppsveitadeildin Benjamín sigrar fjórganginn í Uppsveitadeildinni

  • 9. febrúar 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr fjórgangskeppni Uppsveitadeildar Jökuls og Flúðasveppa.

Þá er fyrsta móti Uppsveitadeildarinnar lokið en það fór fram í kvöld í reiðhöllinni á Flúðum og var keppt í fjórgangi.

Benjamín Sandur Ingólfsson vann fjórganginn á Áka frá Hurðarbaki með 7,20 í einkunn.

„Mér fannst ganga bara vel og er mjög sáttur með þetta.  Áki er ofboðslega fallegur hestur með allar gangtegundir góðar og einstaklega mikla mýkt á tölti. Hann er viljugur en samt samvinnuþýður. Þetta voru fyrstu úrslitin sem ég ríð á hestinum en við riðum eina forkeppni saman í fyrra. Segir allt um það hvað geðslagið er gott. Það er bara einn Spuni,“ segir Benjamín Sandur ánægður með sigurinn.

Reiðhöllin á Flúðum er ekki stór í smíðum og getur því verið vandasamt að ríða inn í henni sérstaklega þegar sex hestar eru í úrslitum. Benjamín segist ekki mikið hafa fundið fyrir því. „Það truflaði mig ekki. Það er líka gott þegar maður er með reiðhöll sjálfur heima sem er svipað stór og getur því þjálfað í þessum aðstæðum. Þú smíðar stakk eftir vexti og ert á aðeins lægra tempói á gangtegundum. Mér finnst bara frábært að hafa þessar deildir til að geta komið fram með hesta sem eru að byrja keppnisferilinn,“ bætir Benjamín við en hann festi kaup á Áka s.l. haust og verður hann framtíðar keppnishestur hjá honum í fjórgangi og tölti.

Benjamín keppir fyrir lið Sumarliðabæjar sem var stigahæsta lið kvöldsins. Allir knapar liðsins voru í úrslitum, Benjamín, Þorgeir Ólafsson og Sævar Örn Sigurvinsson.

Þorgeir var í öðru sæti á Náttrúnu frá Þjóðólfshaga og í þriðja sæti varð Þórarinn Ragnarsson á Víkingi frá Hlemmiskeiði 2.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður kvöldsins

Fjórgangur V1 – A úrslit – Uppsveitadeild 
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Benjamín Sandur Ingólfsson Áki frá Hurðarbaki 7,20
2 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 6,80
3 Þórarinn Ragnarsson Víkingur frá Hlemmiskeiði 2 6,63
4 Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ 6,53
5 Anna Kristín Friðriksdóttir Hringadróttinssaga frá Vesturkoti 6,43
6 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi 5,87

Fjórgangur V1 – B úrslit – Uppsveitadeild 
Sæti Knapi Hross Einkunn
7 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum 6,70
8 Janneke M. Maria L. Beelenkamp Ronja frá Árhóli 6,57
9 Ingunn Birna Ingólfsdóttir Lazarus frá Ásmundarstöðum 3 6,37
10 Maiju Maaria Varis Hallveig frá Kráku 6,20

Fjórgangur V1 – Forkeppni – Uppsveitadeild 
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Benjamín Sandur Ingólfsson Áki frá Hurðarbaki 6,90
2 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 6,67
3 Þórarinn Ragnarsson Víkingur frá Hlemmiskeiði 2 6,63
4-6 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi 6,53
4-6 Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ 6,53
4-6 Anna Kristín Friðriksdóttir Hringadróttinssaga frá Vesturkoti 6,53
7 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum 6,37
8-9 Ingunn Birna Ingólfsdóttir Lazarus frá Ásmundarstöðum 3 6,27
8-9 Janneke M. Maria L. Beelenkamp Ronja frá Árhóli 6,27
10 Maiju Maaria Varis Hallveig frá Kráku 6,17
11 Eva María Aradóttir Drottning frá Hjarðarholti 6,13
12 Finnur Jóhannesson Sívör frá Torfastöðum 6,00
13 Ástríður Magnúsdóttir Eldon frá Varmalandi 5,83
14 Bergrún Ingólfsdóttir Baldur frá Hæli 5,53
15 Katrín Ósk Kristjánsdóttir Hnöttur frá Austurási 5,50
16 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Hrauney frá Flagbjarnarholti 5,40
17 Unnur Lilja Gísladóttir Hnáta frá Skálmholti 5,00
18 Ragnheiður Hallgrímsdóttir Sólfaxi frá Reykjavík 4,73

Liðakeppnin:
Sumarliðabær 50
Dýralæknirinn Flúðum/Hófadynur/Vesturkot 39
LogoFlex 31
Draupnir 18
Nautás 17
Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar 16

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar