Ástralir stefna á HM í Sviss

  • 16. febrúar 2024
  • Fréttir

Á myndinni eru frá vinstri: Michelle Glorie, Anne-Claire Meijer, Lucy Cassella, Anja Giese, Sigrid Barrah van Moorsel, Anna Eschner, Sara Sjoquist, Birgit Kossmann, Evie Oliver, Joelle del Rio, Eira Backan

Verður það í fyrsta skipti sem Ástralir eru á meðal þátttakenda á Heimsmeistaramótinu.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, Ástralir hafa valið úrtakshóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss árið 2025. Verður það í fyrsta skipti sem Ástralir eru á meðal þátttakenda á Heimsmeistaramótinu.

Samkvæmt frétt á facebook síðu sambandsins verða nokkrir þátttakendur úr þessum hópi valdir í endanlegt landslið þeirra.

Það er gleðiefni fyrir Íslandshestaheiminn að fleiri þjóðir bætist í hóp þeirra sem stefna til þátttöku á HM og er til marks um útbreiðslu okkar frábæra hestakyns. Samkvæmt vef FEIF eru 80 félagsmenn í Ástralska sambandinu og eru 366 íslensk hross staðsett þar í landi.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar