Nýjung í útsendingu hjá 1. deild í hestaíþróttum
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2024/02/425539445_122127916754110794_4151397422002892563_n-800x450.jpeg)
Keppni í 1. deildinni hefst í næstu viku á keppni í fjórgangi. Mynd:Alendis
1. deildin í hestaíþróttum er að hefja göngu sína í næstu viku þegar keppni í fjórgangi fer fram þann 23. febrúar í Samskipahöllinni í Spretti.
Það verður streymt frá viðburðinum á Alendis og verður í boði að kaupa kynningu fyrir söluhross sem sýnd verður fyrir mótið og í hléi.
„1. deildin ætlar að bjóða upp á þá nýjung að aðilar sem vilja koma hestum sínum á framfæri við væntanlega kaupendur geti nú keypt kynningu á hrossinu og verður það sýnt tvisvar á þeirri keppni sem viðkomandi kaupir pláss á, bæði fyrir mót og í hléi. Kynningar geta verið allt að tvær mínútur og kostar hver kynning kr. 50.000,-,“ segir Garðar Hólm formaður deildarinnar en stjórn deildarinnar áskilur sér rétt til að hafna kynningum ef þær eru ekki í nægum gæðum. Vonast stjórn deildarinnar að þetta sé nýjung sem mörgum eigi eftir að finnast áhrifarík leið til að koma söluhrossum á framfæri.
Áhugasömum er bent á að senda upplýsingar á fyrstadeild@gmail.com