RML auglýsir eftir ráðunaut á hrossaræktarsviði

  • 22. febrúar 2024
  • Fréttir

Ræktunarstarfið er hornsteinn hestamennskunnar

Á heimasíðu RML má nú finna auglýsingu um starf ráðunautar í hrossarækt.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Fræðsla og miðlun þekkingar tengd hrossarækt
  • Ráðgjöf, nýsköpun og þjónusta tengd hrossarækt
  • Vinna í teymi hrossaræktar og með öðrum ráðgjöfum RML

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði búvisinda, raungreina, eða náttúruvísinda æskileg.
  • Góð þekking á hrossarækt og reynsla af faglegu starfi æskilegt
  • Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð íslensku og ensku kunnátta
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Lipurð í teymisvinnu og góðir samskiptahæfileikar

Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafarstarfsemi RML.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda og sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 12 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á að hægt er að kynna sér starfsemina enn frekar hér í gegnum heimasíðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson (klk@rml.is) og Friðrik Már Sigurðsson (fridrik@rml.is).

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar