„Mér þykir vænt um Skagfirðinga“
Í kvöld fór fram fyrsta mótið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Bergur Jónsson keppti þar sem villiköttur fyrir lið Storm Rider og gerði sér lítið fyrir og sigraði með 7,87 í einkunn. Bergur reið Ljósálfi frá Syðri-Gegnishólum og áttu þeir magnaða sýningu og eftirtekt vakti að hann reið við hefðbundin íslensk stangarmél án múls.
Lið Þúfna fékk flest stig í liðakeppninni og hreppti liðssigur í kvöld. Fyrir lið Þúfna kepptu þær Mette Mannseth á Hannibal frá Þúfum, Barbara Wenzl á Golu frá Tvennu og Lea Busch á Kaktusi frá Þúfum.
Bergur í banastuði!
„Ég var ekkert endilega viss um sigur en ég vissi það vel að ég gæti gert góða sýningu,“ segir Bergur Jónsson kampakátur með niðurstöðuna.
„Undirbúningur fyrir þetta kvöld var með hefðbundnum hætti. Þegar hestar eru komnir á þann aldur, líkt og Ljósálfur er, í okkar hesthúsi að þá þjálfum við og temjum okkar hross á þann hátt að það er hægt að keppa á þeim í gæðingalist án mikilla vandkvæða. Það er nokkuð síðan að það var nefnt við mig að koma og taka þátt í þessari grein og ég framkvæmdi æfingu sem er sjaldséð, afturfótasnúning á tölti, og ég byrjaði að undirbúa þá tilteknu æfingu fyrir þetta kvöld og hún hefur verið að þróast vel síðustu misseri en annað sem ég gerði er tengt daglegri þjálfun“
Bergi þótti það ekki tiltökumál að ferðast norður og taka þátt. „Mér hefur alltaf þótt vænt um Skagfirðinga og þykir alltaf gaman að sækja þá heim. Þeir tóku mér vel fyrir um 40 árum þegar ég vann hér á svæðinu og eignaðist ég þá vini og kunningja sem maður heldur ennþá sambandi við, þá sem enn lifa, þannig að það var bara gaman að koma til þeirra og taka þátt í deildinni.“
Eins og áður segir er Bergur ekki á meðal þátttakenda í Meistaradeild KS, frekar en annari deild, en megum við eiga von á því að sjá hann meira í vetur? „Það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ segir Bergur að lokum, sem þrátt fyrir hækkandi aldur sannaði það í kvöld að hann er ennþá á meðal fremstu knapa landsins.
Keppniskvöldið var Meistaradeild KS til mikils sóma. Allir knapar komust vel frá sínum sýningum þó svo að, líkt og einkunnir sýna, hafi verið nokkur stigsmunur á þeim. Hér fyrir neðan má sjá heildarúrslit kvöldsins.
Niðurstöður úr gæðingalistinni
1. Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum (Villiköttur) 7,87
2. Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum 7,83
3. Þórarinn Eymundsson ogÞráinn frá Flagbjarnarholti 7,43
4. Lea Busch og Kaktus frá Þúfumm 7,29
5. Barbara Wenzl og Gola frá Tvennu 7,17
6. Freyja Amble Gísladóttir og Álfatrú frá Syðri-Gegnishólum 7,10
7. Arnar Máni Sigurjónsson og Arion frá Miklholti 7,07
8. Erlingur Ingvarsson og Díana frá Akureyri 7,07
9. Guðmar Freyr Magnússon og Snillingur frá Íbishóli 6,97
10. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Jökull frá Rauðalæk 6,93
11.-12. Þórgunnur Þórarinsdóttir og Hnjúkur frá Saurbæ 6,80
11.-12. Thelma Dögg Tómasdóttir og Kinnungur frá Torfunesi 6,80
13. Kristján Árni Birgisson og Rökkvi frá Hólaborg 6,73
14. Elvar Einarsson og Muni frá Syðra-Skörðugili 6,60
15. Ingunn Ingólfsdóttir og Ugla frá Hólum 6,57
16. Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka 6,53
17.-18. Þorsteinn Björnssonc og Mörk frá Hólum 6,50
17.-18. Fanney O. Gunnarsdóttir og Katla frá Brimilsvöllum 6,50
19. Katla Sif Snorradóttir og Engill frá Ytri-Bægisá I 6,40
20. Þorvaldur Logi Einarsson og Hágangur frá Miðfelli 2 6,30
21. Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni 6,17
22. Sigrún Rós Helgadóttir og Sónata frá Egilsstaðakoti 6,10
23. Klara Sveinbjörnsdóttir og Druna frá Hólum 6,03
24. Þorsteinn Björn Einarsson og Díva frá Tvennu 5,50