Dagur vann fimmganginn í Meistaradeild æskunnar

  • 25. febrúar 2024
  • Fréttir
Niðurstöður frá fimmgangsmóti Meistaradeildar Líflands og æskunnar

Fimmgangsmót Meistaradeildar Líflands og æskunnar, sem var í boði CINTAMANI, var glæsilegt og einbeittir knapar með frábæran hestakost áttu góðar sýningar í Lýsishöllinni í Víðidal í dag. Hægt var að horfa á beina útsendingu frá mótinu hér á vef Eiðfaxa fyrir þá sem áttu ekki heimangengt.

Efst eftir forkeppnina var, nýliði í deildinni, Hildur María Jóhannesdóttir á Greip frá Haukadal 2 með einkunnina 6,23, önnur var Kolbrún Sif Sindradóttir á Tign frá Hrauni með 6,10 og þriðja var Elva Rún Jónsdóttir á Pipar frá Ketilsstöðum með 6,03.

B-úrslitin riðu þrír knapar og fóru þau þannig að Fanndís Helgadóttir á Sprota frá Vesturkoti vann þau með 6,29, næst á eftir henni kom Ísabella Helga Játvarðsdóttir á Lávarði frá Ekru með 5,93 og í 10. sæti varð Vigdís Anna Hjaltadóttir á Hlíf frá Strandarhjáleigu með 5,33. Reglum samkvæmt fór sigurvegarinn ekki upp í A-úrslit, þar sem þau eru haldin strax á eftir.

Í A-úrslitunum varð þónokkuð um vendingar, því upp úr fjórða sæti inn í úrslitin kom Dagur Sigurðarson og stal senunni á höfðingjanum Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga 1. Dagur kom inn með 6,0 í einkunn en þeir félagar bættu sig töluvert í úrslitunum og hlutu þar meðaleinkunn upp á 6,43. Gabríel Liljendal Friðfinnsson á Gránu frá Runnum bætti einnig töluvert í í úrslitunum en hann reið sig upp úr 5. – 7. sæti í annað sætið með einkunnina 6,17 og þriðja varð svo Kolbrún Sif á Tign með 6,14.

Stigahæsta liðið í fimmganginum var lið Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar með 70 stig.

Staðan í einstaklingskeppninni er þannig að efstur eftir tvær greinar er Dagur Sigurðarson með 14 stig, önnur er Ída Mekkín Hlynsdóttir með 13 stig og þriðja er Eik Elvarsdóttir með 12 stig.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður mótsins

Fimmgangur F1 – Unglingaflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Dagur Sigurðarson Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 6,43
2 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Grána frá Runnum 6,17
3 Kolbrún Sif Sindradóttir Tign frá Hrauni 6,14
4 Ída Mekkín Hlynsdóttir Brák frá Lækjarbrekku 2 6,02
5 Elva Rún Jónsdóttir Pipar frá Ketilsstöðum 5,98
6 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Vordís frá Vatnsenda 5,90
7 Hildur María Jóhannesdóttir Greipur frá Haukadal 2 5,67

B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
8 Fanndís Helgadóttir Sproti frá Vesturkoti 6,29
9 Ísabella Helga Játvarðsdóttir Lávarður frá Ekru 5,93
10 Vigdís Anna Hjaltadóttir Hlíf frá Strandarhjáleigu 5,33

Forkeppni
1 Hildur María Jóhannesdóttir Greipur frá Haukadal 2 6,23
2 Kolbrún Sif Sindradóttir Tign frá Hrauni 6,10
3 Elva Rún Jónsdóttir Pipar frá Ketilsstöðum 6,03
4 Dagur Sigurðarson Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 6,00
5-7 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Grána frá Runnum 5,90
5-7 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Vordís frá Vatnsenda 5,90
5-7 Ída Mekkín Hlynsdóttir Brák frá Lækjarbrekku 2 5,90
8 Fanndís Helgadóttir Sproti frá Vesturkoti 5,67
9 Vigdís Anna Hjaltadóttir Hlíf frá Strandarhjáleigu 5,57
10 Ísabella Helga Játvarðsdóttir Lávarður frá Ekru 5,43
11 Hulda Ingadóttir Vala frá Eystri-Hól 5,40
12-13 Bertha Liv Bergstað Sónata frá Efri-Þverá 5,37
12-13 Apríl Björk Þórisdóttir Ísak frá Jarðbrú 5,37
14 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Abel frá Skáney 5,33
15 Svandís Aitken Sævarsdóttir Sævar frá Arabæ 5,30
16 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigurrós frá Lerkiholti 5,20
17 Viktor Óli Helgason Myrkvi frá Vindási 5,07
18 Elsa Kristín Grétarsdóttir Spurning frá Sólvangi 5,03
19 Hákon Þór Kristinsson Stanley frá Hlemmiskeiði 3 5,00
20 Ragnar Snær Viðarsson Vigri frá Bæ 4,97
21 Elín Ósk Óskarsdóttir Ýmir frá Blesastöðum 1A 4,83
22-23 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Gustur frá Efri-Þverá 4,73
22-23 Helena Rán Gunnarsdóttir Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1 4,73
24 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Sæla frá Hemlu II 4,70
25 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Lás frá Jarðbrú 1 4,67
26 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir Höfði frá Bakkakoti 4,63
27-28 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Týr frá Hólum 4,60
27-28 Árný Sara Hinriksdóttir Ísabella frá Silfurmýri 4,60
29 Eik Elvarsdóttir Krafla frá Vík í Mýrdal 4,57
30 Róbert Darri Edwardsson Stúdent frá Ásmúla 4,43
31 Kristín María Kristjánsdóttir Andrea frá Einiholti 2 4,40
32 Friðrik Snær Friðriksson Gjafar frá Hlíðarbergi 4,37
33-34 Snæfríður Ásta Jónasdóttir Sigurpáll frá Varmalandi 4,33
33-34 Sigurbjörg Helgadóttir Vissa frá Jarðbrú 4,33
35 Fríða Hildur Steinarsdóttir Þyrnir frá Enni 4,30
36 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Gloría frá Hafnarfirði 4,07
37 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir Gammur frá Ósabakka 2 3,87
38-39 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir Katla frá Hólsbakka 3,80
38-39 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir Hljómur frá Bakkakoti 3,80
40 Unnur Rós Ármannsdóttir Næturkráka frá Brjánsstöðum 3,70
41 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson Gosi frá Staðartungu 3,53
42 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Elsa frá Skógskoti 3,47
43 Þórhildur Helgadóttir Títanía frá Hellu 3,23

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar