Miðasala hafin á Stóðhestaveisluna
Nú er hægt að kaupa miða á Stóðhestaveisluna 2024 sem haldin verður í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 13.apríl kl 20:00.
Þetta er stærsti og vinsælasti innanhúss viðburður hrossaræktarinnar á Íslandi svo ekki láta þessa veislu framhjá þér fara.
Hægt er að kaupa miða í verslunum Líflands í Reykjavík og á Suðurlandi, verslun Ástundar í Austurveri og Baldvins og Þorvaldar á Selfossi.
Vertu tímanlega að útvega þér miða en takmarkað magn er í boði og síðast komust færri að en vildu. Miðaverð er 5.500 krónur og hverjum miða fylgir Biblía hrossaræktendans, Stóðhestabókin!