Niðurstöður frá lokamóti KS deildarinnar

Ljósmynd: LinaImages
Það var lið Hrímnis-Hestkletts sem sigraði liðakeppnina með 74 stig en þau voru með alla þrjá knapa í A-úrslitum.
Eftir skemmtilega töltkeppni var það flugskeið í gegnum höllina. Það voru ótrúlega spennandi vekringar skráðir til leiks.
Agnar Þór Magnússon stóð uppi sem sigurvegari í flugskeiði Meistaradeildar KS 2024 með Stirnir frá Laugavöllum á tímanum 4,82. Í öðru sæti var Guðmar Hólm Líndal og Alviðra frá Kagaðarhóli á tímanum 4,83 og Mette Mannseth með Vívaldí frá Torfunesi í því þriðja á tímanum 4,94. Jafnir í fjórða til fimmta sæti voru þeir Atli Freyr Maríönnuson með Elmu frá Staðarhofi og Daniel Gunnarson með Smára frá Sauðanesi á tímanum 4,96.
Þúfur sigruðu liðakeppnina nokkuð örugglega að þessu sinni með 54 stig.

Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli Ljósmynd: LinaImages

Agnar Þór Magnússon og Stirnir frá Laugavöllum Ljósmynd: LinaImages