Hestamannafélagið Sleipnir Glæsilegir töltarar á Brávöllum á Selfossi

  • 20. maí 2024
  • Fréttir

Myndir: Hestamannafélagið Sleipnir

Í dag var úrslitadagur á WR Íþróttamóti Sleipnis.

Tuttugu úrslit voru riðin og voru helmingurinn af þeim úrslit í tölti. Dagurinn hófst á A úrslitum í slaktaumatölti T2 í ungmennaflokki en það var Signý Sól Snorradóttir sem fór með sigur úr býtum á Rafni frá Melabergi með einkunnina 7,79. Í tölti T1 í ungmennaflokki var það Jón Ársæll Bergmann á Heiðri frá Eystra-Fróðholti sem vann með einkunnina 7,67.

Keppt var í tvennum úrslitum í tölti T7, önnur í 2. flokki og hin í barnaflokki. Í 2. flokki var það Páll Sveinbjörn Pálsson á Gaumi frá Skarði sem vann með 5,83 í einkunn og í barnaflokki var það Anna Sigríður Erlendsdóttir á Bruna frá Varmá með 6,17 í einkunn.

Keppta var í tölti T3 í flest öllum flokkum. Í unglingaflokki var það Svandís Aitken Sævarsdóttir sem vann á Fjöður frá Hrísakoti með 7,11. Barnaflokkinn vann Elimar Elvarsson á Urði frá Strandarhjáleigu með einkunnina 6,56 og í 2. flokki var það Guðmundur Árnason sem var sigurvegari á Sverði frá Arnarstöðum með einkunnina 6,50. Hermann Arason vann 1. flokkinn á Náttrúnu Ýr frá Herríðarhóli með 7,22 en Hermann vann einnig tölt T4 á Gusti frá Miðhúsum með einkunnina 7,04.

Slaktaumatöltið í meistaraflokki vann Teitur Árnason á Úlfi frá Hrafnagili með einkunnina 8,08 og töltið í meistaraflokki vann Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti með 8,56 í einkunn en það voru jafnframt síðustu úrslit dagsins.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr A úrslitum í tölti T1, T2, T3, T4 og T7.

Niðurstöður A-úrslit Tölt T1 Meistaraflokkur
1 Jakob Svavar Sigurðsson / Skarpur frá Kýrholti 8,56
2 Flosi Ólafsson / Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 8,11
3-4 Viðar Ingólfsson / Vonandi frá Halakoti 8,00 3-4 Teitur Árnason / Fjalar frá Vakurstöðum 8,00
5 Þorgeir Ólafsson / Auðlind frá Þjórsárbakka 7,89
6 Helga Una Björnsdóttir / Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,61

Niðurstöður A-úrslit Tölt T1 Ungmennaflokkur
1 Jón Ársæll Bergmann / Heiður frá Eystra-Fróðholti 7,67
2 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 7,50
3 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Trymbill frá Traðarlandi 7,28
4 Þórey Þula Helgadóttir / Hrafna frá Hvammi I 7,11
5 Signý Sól Snorradóttir / Byrjun frá Halakoti 6,72
6 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Kjarnveig frá Dalsholti 6,50

Niðurstöður A-úrslit Tölt T3 1.flokkur
1 Hermann Arason / Náttrún Ýr frá Herríðarhóli 7,22
2 Steinn Skúlason / Lukka frá Eyrarbakka 7,17
3 Haukur Tryggvason / Hrafney frá Hvoli 6,83
4 Elín Árnadóttir / Ísabella frá Stangarlæk 1 6,78
5 Auður Stefánsdóttir / Sara frá Vindási 6,56

Niðurstöður A-úrslit Tölt T4 1.flokkur
1 Hermann Arason / Gustur frá Miðhúsum 7,04
2-3 Sigurlín F Arnarsdóttir / Hraunar frá Herríðarhóli 6,25
2-3 Fríða Hansen / Tign frá Leirubakka 6,25
4 Soffía Sveinsdóttir / Hrollur frá Hrafnsholti 6,21
5 Bryndís Guðmundsdóttir / Villimey frá Hveragerði 5,75
6 Þórunn Ösp Jónasdóttir / Víkingur frá Hrafnsholti 5,33

Niðurstöður A-úrslit tölt T3 Barnaflokkur

1 Elimar Elvarsson / Urður frá Strandarhjáleigu 6,56
2 Júlía Mjöll Högnadóttir / Kolbakur frá Hólshúsum 5,89
3 Hrafnhildur Þráinsdóttir / Askja frá Efri-Hömrum 5,11

Niðurstöður A-úrslit T3 Tölt 2.flokkur
1 Guðmundur Árnason / Svörður frá Arnarstöðum 6,50
2 Soffía Sveinsdóttir / Skuggaprins frá Hamri 6,39
3 Stefán Bjartur Stefánsson / Sæluvíma frá Sauðanesi 6,28
4 Berglind Sveinsdóttir / Tvistur frá Efra-Seli 6,22
5 Berglind Ágústsdóttir / Framsýn frá Efra-Langholti 6,00
6 Matthildur María Guðmundsdóttir / Glaumur frá Efri-Brúnavöllum I 5,78
Niðurstöður A-úrslit Tölt T3 Unglingaflokkur
1 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Fjöður frá Hrísakoti 7,11
2 Hildur María Jóhannesdóttir / Viðar frá Klauf 6,72
3 Elsa Kristín Grétarsdóttir / Arnar frá Sólvangi 6,50
4 Ísak Ævarr Steinsson / Litli brúnn frá Eyrarbakka 6,33
5 Unnur Rós Ármannsdóttir / Ástríkur frá Hvammi 6,17
6 Viktor Óli Helgason / Hreimur frá Stuðlum 5,67
Niðurstöður A-úrslit Tölt T7 Barnaflokkur
1 Anna Sigríður Erlendsdóttir / Bruni frá Varmá 6,17
2-3 Aron Einar Ólafsson / Alda frá Bakkakoti 6,08
2-3 Hákon Þór Kristinsson / Mist frá Litla-Moshvoli 6,08
4 Svava Marý Þorsteinsdóttir / Sókn frá Syðra-Langholti 5,92
5-6 Sigrún Freyja Einarsdóttir / Perla frá Skógskoti 5,67
5-6 Oliver Sirén Matthíasson / Glæsir frá Traðarholti 5,67
Niðurstöður A-úrslit Tölt T7 2.flokkur
1 Páll Sveinbjörn Pálsson / Gaumur frá Skarði 5,83
2 Gioia Selina Kinzel / Tandri frá Breiðstöðum 5,67
3 Linda Sif Brynjarsdóttir / Huld frá Vestra-Fíflholti 5,50
Niðurstöður Tölt T2 A-úrslit Ungmennaflokkur
1 Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 7,79
2 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Loftur frá Traðarlandi 7,75
3 Védís Huld Sigurðardóttir / Goði frá Oddgeirshólum 4 7,21
4 Selma Leifsdóttir / Hjari frá Hofi á Höfðaströnd 6,96

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar