Gæðingamót Sörla og fljúgandi skeið
Goði frá Bjarnarhöfn og Daníel Jónsson á Landsmóti 2022 þeir leyða nú A-flokk á gæðingamóti Sörla Ljósmynd: Henk Peterse
Gæðingamót hestamannafélagsins Sörla og úrtaka fyrir Landsmót fer fram á Sörlavöllum dagana 29. maí – 2. júní á Hraunhamarsvellinum við Sörlastaði.
Boðið verður upp á tvær umferðir í úrtökunni en fyrri umferðin fór fram i gær og sú seinni á morgun.
Á laugardaginn, 1. júní, verður haldið 100 m. skeið sem er öllum opið en að sögn mótshaldara er skeiðbrautin í toppstandi eins og sjá má á því að besti tími ársins hingað til er settur þar af Ingibergi Árnasyni og Sólveigu frá Kirkjubæ, 7,30 sekúndur. Skráning fer fram á sportfeng og líkur henni á föstudagskvöld.
Að lokinni fyrri umferð er það helst að frétta að Goði frá Bjarnarhöfn er efstur í A-flokki með 8,66 sýndur af Daníel Jónssyni. Efst í B-flokki er Friðdís frá Jórvík sýnd af Adolfi Snæbirnssyni með 8,54 í einkunn.
Una Björt Valgarðsdóttir er með tvö efstu hross i barnaflokki, Fanndís Helgadóttir og Ötull frá Narfastöðum leiða unglingaflokk með 8,60 í einkunn og i B-flokki ungmenna er það Sigurður Dagur Eyjólfsson og Flugar frá Morastöðum sem efstir eru með 8,47 í einkunn.
Niðurstöður úr fyrri umferð má sjá hér fyrir neðan.
| A flokkur | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Hross | Knapi | Einkunn |
| 1 | Goði frá Bjarnarhöfn | Daníel Jónsson | 8,66 |
| 2 | Forni frá Flagbjarnarholti | Hinrik Bragason | 8,57 |
| 3 | Djarfur frá Litla-Hofi | Sara Dís Snorradóttir | 8,48 |
| 4 | Léttir frá Þóroddsstöðum | Viðar Ingólfsson | 8,48 |
| 5 | Taktur frá Hrísdal | Anna Björk Ólafsdóttir | 8,47 |
| 6 | Hrollur frá Votmúla 2 | Alexander Ágústsson | 8,45 |
| 7 | Gimsteinn frá Víðinesi 1 | Snorri Dal | 8,45 |
| 8 | Kraftur frá Eystra-Fróðholti | Hanna Rún Ingibergsdóttir | 8,39 |
| 9 | Viktor frá Efri-Hömrum | Eyjólfur Þorsteinsson | 8,28 |
| 10 | Ísing frá Harðbakka | Darri Gunnarsson | 8,25 |
| 11 | Bogi frá Brekku | Jóhannes Magnús Ármannsson | 8,23 |
| 12 | Samviska frá Bjarkarhöfða | Aníta Rós Róbertsdóttir | 8,20 |
| 13 | Týr frá Miklagarði | Bjarni Sigurðsson | 8,13 |
| 14 | Ísabella frá Silfurmýri | Hinrik Þór Sigurðsson | 8,04 |
| 15 | Röst frá Efri-Fitjum | Hinrik Þór Sigurðsson | 8,02 |
| 16 | Engill frá Ytri-Bægisá I | Katla Sif Snorradóttir | 8,01 |
| 17 | Strengur frá Húsanesi | Atli Guðmundsson | 7,96 |
| 18 | Víga-Barði frá Kolgerði | Anna Björk Ólafsdóttir | 7,94 |
| 19 | Týr frá Efsta-Seli | Jóhannes Magnús Ármannsson * | 7,91 |
| 20 | Mist frá Einhamri 2 | Ingunn Rán Sigurðardóttir | 7,63 |
| B flokkur | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Hross | Knapi | Einkunn |
| 1 | Friðdís frá Jórvík | Adolf Snæbjörnsson | 8,54 |
| 2 | Höfðingi frá Miðhúsum | Sindri Sigurðsson | 8,52 |
| 3 | Gleði frá Efri-Brúnavöllum I | Katla Sif Snorradóttir | 8,48 |
| 4 | Þór frá Hekluflötum | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | 8,47 |
| 5-6 | Óskar frá Litla-Garði | Eyjólfur Þorsteinsson | 8,46 |
| 5-6 | Postuli frá Geitagerði | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | 8,46 |
| 7 | Toppur frá Sæfelli | Friðdóra Friðriksdóttir | 8,44 |
| 8 | Draumur frá Breiðstöðum | Darri Gunnarsson | 8,41 |
| 9 | Gutti frá Brautarholti | Inga Kristín Sigurgeirsdóttir | 8,40 |
| 10 | Rjúpa frá Þjórsárbakka | Eyjólfur Þorsteinsson | 8,38 |
| 11 | Jaðraki frá Þjórsárbakka | Eyjólfur Þorsteinsson | 8,33 |
| 12 | Sjöfn frá Aðalbóli 1 | Hinrik Þór Sigurðsson | 8,32 |
| 13 | Tíberíus frá Hafnarfirði | Páll Bragi Hólmarsson | 8,31 |
| 14 | Karítas frá Votmúla 1 | Brynhildur Sighvatsdóttir | 8,29 |
| 15-16 | Meistari frá Hafnarfirði | Jónas Aron Jónasson | 8,26 |
| 15-16 | Sóllilja frá Kerhóli | Þór Jónsteinsson | 8,26 |
| 17 | Mídas frá Silfurmýri | Höskuldur Ragnarsson | 8,23 |
| 18 | Loki frá Silfurmýri | Höskuldur Ragnarsson | 8,15 |
| 19 | Dáð frá Skógarási | Smári Adolfsson | 8,15 |
| 20 | Fókus frá Hafnarfirði | Smári Adolfsson | 8,14 |
| 21 | Bliki frá Fossi 3 | Guðlaug Rós Pálmadóttir | 8,13 |
| 22 | Dagur frá Kjarnholtum I | Aníta Rós Róbertsdóttir | 8,02 |
| 23 | Huldar frá Efri-Hömrum | Hafþór Hreiðar Birgisson | 7,98 |
| 24 | Björk frá Áskoti | Bjarni Sigurðsson | 7,33 |
| 25 | Ósk frá Silfurmýri | Hinrik Þór Sigurðsson | 0,36 |
| Barnaflokkur gæðinga | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1 | Una Björt Valgarðsdóttir | Agla frá Ási 2 | 8,57 |
| 2 | Una Björt Valgarðsdóttir | Heljar frá Fákshólum | 8,42 |
| 3 | Ásthildur V. Sigurvinsdóttir | Sigurey frá Flekkudal | 8,22 |
| 4 | Karítas Hlíf F. Friðriksdóttir | Melódý frá Framnesi | 8,14 |
| 5 | Hjördís Antonía Andradóttir | Gjöf frá Brenniborg | 8,11 |
| 6 | Þórunn María Davíðsdóttir | Garún frá Kolsholti 2 | 8,05 |
| 7 | Magdalena Ísold Andradóttir | Bliki frá Þúfu í Kjós | 8,01 |
| 8 | Ásthildur V. Sigurvinsdóttir | Hrafn frá Eylandi | 8,00 |
| 9 | Guðbjörn Svavar Kristjánsson | Þokkadís frá Markaskarði | 7,96 |
| 10 | Elísabet Benediktsdóttir | Glanni frá Hofi | 7,90 |
| 11 | Elísabet Benediktsdóttir | Astra frá Köldukinn 2 | 7,20 |
| Unglingaflokkur gæðinga | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1 | Fanndís Helgadóttir | Ötull frá Narfastöðum | 8,60 |
| 2 | Árný Sara Hinriksdóttir | Moli frá Aðalbóli 1 | 8,48 |
| 3 | Helgi Freyr Haraldsson | Hrynjandi frá Strönd II | 8,32 |
| 4 | Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir | Gormur frá Köldukinn 2 | 8,25 |
| 5 | Sara Sigurlaug Jónasdóttir | Lukka frá Laugabóli | 8,22 |
| 6 | Sofie Gregersen | Vilji frá Ásgarði | 7,91 |
| 7 | Sara Sigurrós Hermannsdóttir | Tristan frá Árbæjarhjáleigu II | 0,00 |
| B flokkur ungmenna | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1 | Sigurður Dagur Eyjólfsson | Flugar frá Morastöðum | 8,47 |
| 2 | Sara Dís Snorradóttir | Nökkvi frá Syðra-Skörðugili | 8,45 |
| 3 | Júlía Björg Gabaj Knudsen | Póstur frá Litla-Dal | 8,37 |
| 4 | Sigurður Dagur Eyjólfsson | Flinkur frá Áslandi | 8,33 |
| 5 | Sigríður Inga Ólafsdóttir | Draumadís frá Lundi | 8,33 |
| 6 | Jessica Ósk Lavender | Eyrún frá Litlu-Brekku | 8,29 |
| 7 | Kristján Hrafn Ingason | Úlfur frá Kirkjubæ | 8,27 |
| 8 | Eliza-Maria Grebenisan | Darri frá Einhamri 2 | 7,90 |
| 9 | Ingunn Rán Sigurðardóttir | Skuggi frá Austurey 2 | 7,90 |
| 10 | Karen Ósk Gísladóttir | Dan frá Reykjavík | 7,71 |
Gæðingamót Sörla og fljúgandi skeið
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Landsmótið verður í beinni á EiðfaxaTV