Hestamannafélagið Fákur Konráð og Kjarkur undir Íslandsmeti

  • 12. júní 2024
  • Fréttir
Sagði einhver miðvikudagur til meta?

Fyrr í dag féll heimsmet í hæsta kynbótadómi hryssna og nú í kvöld fóru þeir Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 150 metra á skeiði undir gildandi Íslandsmeti eða 13,62 sek. Íslandsmetið áttu þeir Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli eða 13,74 sek. Ef metið fæst staðfest eiga þeir Konráð og Kjarkur Íslandsmetið í 150m. og 250 m. skeiði.

Konráð Valur vann líka 250 m. skeiðið en þá á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk með tímann 21,64. Í öðru sæti með sama tíma urðu Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ. 21,64 sek. er besti tími ársins í þessari grein enn sem komið er.

Ragnar Snær Viðarsson vann 150 m. skeiðið í ungmennaflokki með tímann 15,91 og í 250 m. skeiði var það Matthías Sigurðsson og Magnea frá Staðartungu sem voru með besta tímann eða 23,12 sek.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr 250m. og 150m. kappreiðunum á Reykjavíkurmeistaramótinu.

Skeið 150m P3 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Fákur 13,62
2 Daníel Gunnarsson Skálmöld frá Torfunesi Skagfirðingur 14,26
3 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II Fákur 14,33
4 Ísólfur Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk Borgfirðingur 14,34
5 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 Sörli 14,43
6 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti Jökull 14,56
7 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá Hólum Skagfirðingur 14,73
8 Þráinn Ragnarsson Blundur frá Skrúð Geysir 15,08
9 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum Fákur 15,17
10 Bjarni Bjarnason Drottning frá Þóroddsstöðum Jökull 15,19
11 Þorgils Kári Sigurðsson Flugdís frá Kolsholti 3 Sleipnir 15,23
12 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal Hörður 15,28
13 Sigurður Halldórsson Gammur frá Efri-Þverá Sprettur 15,37
14 Ívar Örn Guðjónsson Buska frá Sauðárkróki Sleipnir 15,37
15 Erlendur Ari Óskarsson Hrafnkatla frá Ólafsbergi Sprettur 15,40
16 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum Sindri 15,49
17 Þorgeir Ólafsson Saga frá Sumarliðabæ 2 Geysir 15,58
18 Guðmar Freyr Magnússon Embla frá Litlu-Brekku Skagfirðingur 15,67
19 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað Borgfirðingur 15,68
20 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri Fákur 15,89
21 Eyjólfur Þorsteinsson Dimma frá Syðri-Reykjum 3 Sörli 16,36
22-24 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Geysir 0,00
22-24 Helga Una Björnsdóttir Salka frá Fákshólum Þytur 0,00
22-24 Sigurður Vignir Matthíasson Finnur frá Skipaskaga Fákur 0,00

150 m. skeið – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Tími
1 Ragnar Snær Viðarsson Stráksi frá Stóra-Hofi Fákur 15,91
2 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Sefja frá Kambi Snæfellingur 15,92
3-4 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi Sörli 0,00
3-4 Matthías Sigurðsson Gjöf frá Ármóti Fákur 0,00

Skeið 250m P1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 21,64
2 Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 21,64
3 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 21,97
4 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 22,16
5 Daníel Gunnarsson Smári frá Sauðanesi 22,30
6 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 22,50
7 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 22,53
8 Þorgils Kári Sigurðsson Faldur frá Fellsási 22,64
9 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 22,83
10 Jóhann Kristinn Ragnarsson Gnýr frá Brekku 23,45
11 Hanne Oustad Smidesang Vinátta frá Árgerði 23,52
12 Sara Sigurbjörnsdóttir Dimma frá Skíðbakka I 23,58
13-15 Hans Þór Hilmarsson Vonar frá Eystra-Fróðholti 0,00
13-15 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 0,00
13-15 Teitur Árnason Styrkur frá Hofsstaðaseli 0,00

250 m. skeið – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu 23,12
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Alviðra frá Kagaðarhóli 23,36
3 Tristan Logi Lavender Auðna frá Húsafelli 2 25,90
4 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 0,00

Fréttin verður uppfærð þegar staðfest hefur verið að allar aðstæður séu löglegar

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar