Steinn frá Stíghúsi tekur á móti hryssum á Rauðalæk fram að Landsmóti

  • 13. júní 2024
  • Fréttir

Steinn frá Stíghúsi, sýnandi Þorgeir Ólafsson Mynd: Nicki Pfau

Stóðhesturinn Steinn frá Stíghúsi verður á húsnotkun á Efri-Rauðalæk fram að Landsmóti. Áhugasamir snúi sér til Evu Dyroy í síma, 8981029. Verð er 145,000 kr fyrir toll og 50.000 kr fyrir hagagöngu og húsmálið, alls 195,000 kr + vsk.

Að loknu Landsmóti fer Steinn norður í Húnavatnssýslu til Ingunnar Reynisdóttur dýralæknis á Syðri-Völlum og verður þar í sæðingum. Pantanir berist til Ingunnar í síma 8932835 og á netfangið ingunnr@simnet.is  Verð fyrir fengna hryssu er 245.000 + vsk. Innifalið folatollur, sæðing, hagaganga og umönnun.

Steinn frá Stíghúsi er undan Vökul frá Efri-Brú og heiðursverðlaunahryssuni Álöfu frá Ketilsstöðum. Hann er 152 cm á herðar og hlaut í kynbótadómi á Vorsýningu Spretti 8,43 í aðaleinkunn, hann hlaut 8,61 fyrir sköpulag og 8,34 fyrir hæfileika. Sýnandi var Þorgeir Ólafsson

Höfuð 8.0                          Bein neflína – Skarpt/þurrt
Háls/herðar/bógar 9.0  Háreistur – Hvelfd yfirlína – Afar háar herðar – Hátt settur
Bak og lend 8.5                Góð baklína – Breitt bak
Samræmi 9.0                    Framhátt – Fótahátt – Langvaxið
Fótagerð 8.5                      Sverir liðir – Þurrir fætur – Öflugar sinar
Réttleiki 7.5                       Afturf.: Nágengir
Hófar 8.5                            Þykkir hælar
Prúðleiki 8.0
Sköpulag 8.61

Hæfileikar
Tölt 9.0                              Takthreint – Skrefmikið – Góð fótlyfta – Rúmt
Brokk 9.5                           Takthreint – Há fótlyfta – Svifmikið – Ferðmikið – Góð fótlyfta – Framhátt
Skeið 5.0
Greitt stökk 9.0                Skrefmikið – Ferðmikið – Góð fótlyfta
Hægt stökk 8.5                 Takthreint – Jafnvægisgott – Góð skreflengd
Samstarfsvilji 9.5             Mikil framhugsun – Þjálni
Fegurð í reið 9.0               Mikill fótaburður – Góður höfuðburður – Góð reising
Fet 7.5 Takthreint –          Meðal skreflengd
Hæfileikar 8.34
Hægt tölt 8.5                     Góð fótlyfta
Aðaleinkunn 8.43
Hæfileikar án skeiðs 8.95
Aðaleinkunn án skeiðs 8.83

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar