Frábær árangur í unglingaflokki á úrtökumótum

Landsmót Hestamanna er framundan í Víðidal í Reykjavík dagana 1.-7. júlí. Að loknum úrtökum hestamannafélaga er gaman að velta fyrir því sér hvernig staðan er á stöðulistum fyrir mótið en ljóst er að mikið gæðingaval verður á mótinu.
Knapar í unglingaflokki eru engir eftirbátar þeirra sem eldri eru og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hámarka árangur sinn á Landsmótinu. Í unglingaflokki eru riðnir þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur, þ.e. annað hvort tölt eða brokk. Sérstakri forkeppni er stjórnað af þul en þar sýna knapar hægt tölt, brokk og yfirferðagang.
Efst á stöðulista að loknum úrtökumótum hestamannafélaga er Elín Ósk Óskarsdóttir en hún hlaut 8,77 í einkunn á hryssunni Ísafold frá Kirkjubæ. Í öðru sæti er Elva Rún Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum í Garðabæ og í því þriðja Ída Mekkin Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku 2 með 8,70.
Það kemur í ljós sunnudaginn 7.júlí hvaða knapi stendur uppi sem sigurvegari í Unglingaflokki en þá fara A-úrslit fram. Samkvæmt dagskrá Landsmóts er fyrirhugað að sérstök forkeppni fari fram þriðjudaginn 2.júlí og keppni í milliriðlum, miðvikudaginn 3. júlí.
30 efstu knapar á stöðulista í Unglingaflokki fyrir Landsmót
# | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Elín Ósk Óskarsdóttir | IS2006286105 Ísafold frá Kirkjubæ | 8,77 |
2 | Elva Rún Jónsdóttir | IS2011125426 Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ | 8,71 |
3 | Ída Mekkín Hlynsdóttir | IS2010277156 Marín frá Lækjarbrekku 2 | 8,70 |
4 | Snæfríður Ásta Jónasdóttir | IS2015157368 Liljar frá Varmalandi | 8,69 |
5 | Lilja Rún Sigurjónsdóttir | IS2015287660 Sigð frá Syðri-Gegnishólum | 8,69 |
6 | Kristín Eir Hauksdóttir Holake | IS2005135813 Þytur frá Skáney | 8,65 |
7 | Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir | IS2014135982 Radíus frá Hofsstöðum | 8,64 |
8 | Elín Ósk Óskarsdóttir | IS2011277157 Sara frá Lækjarbrekku 2 | 8,61 |
9 | Fanndís Helgadóttir | IS2007158461 Ötull frá Narfastöðum | 8,60 |
10 | Svandís Aitken Sævarsdóttir | IS2012237016 Fjöður frá Hrísakoti | 8,60 |
11 | Eik Elvarsdóttir | IS2007185070 Blær frá Prestsbakka | 8,59 |
12 | Fanndís Helgadóttir | IS2006182581 Garpur frá Skúfslæk | 8,57 |
13 | Sigurbjörg Helgadóttir | IS2011287051 Elva frá Auðsholtshjáleigu | 8,56 |
14 | Gabríel Liljendal Friðfinnsson | IS2016158957 Ólsen frá Egilsá | 8,55 |
15 | Haukur Orri Bergmann Heiðarsson | IS2006145012 Hnokki frá Reykhólum | 8,55 |
16 | Elísabet Líf Sigvaldadóttir | IS2016284624 Sólbirta frá Miðkoti | 8,54 |
17 | Bianca Olivia Söderholm | IS2017235818 Skálmöld frá Skáney | 8,54 |
18 | Dagur Sigurðarson | IS2017186006 Lér frá Stóra-Hofi | 8,54 |
19 | Elísabet Vaka Guðmundsdóttir | IS2015286197 Birta frá Bakkakoti | 8,52 |
20 | Kolbrún Sif Sindradóttir | IS2010186102 Bylur frá Kirkjubæ | 8,52 |
21 | Apríl Björk Þórisdóttir | IS2013286980 Lilja frá Kvistum | 8,52 |
22 | Anton Óskar Ólafsson | IS2010201216 Gná frá Hólateigi | 8,51 |
23 | Hildur María Jóhannesdóttir | IS2015180648 Viðar frá Klauf | 8,51 |
24 | Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir | IS2014257265 Ronja frá Ríp 3 | 8,51 |
25 | Eik Elvarsdóttir | IS2013281651 Heilun frá Holtabrún | 8,50 |
26 | Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson | IS2008275280 Aðgát frá Víðivöllum fremri | 8,50 |
27 | Kristín Karlsdóttir | IS2017180649 Kopar frá Klauf | 8,49 |
28 | Róbert Darri Edwardsson | IS2008125520 Glámur frá Hafnarfirði | 8,49 |
29 | Loftur Breki Hauksson | IS2012156455 Fannar frá Blönduósi | 8,49 |
30 | Erla Rán Róbertsdóttir | IS2015165652 Fjalar frá Litla-Garði | 8,48 |
31 | Ragnar Snær Viðarsson | IS2016287463 Saga frá Kambi | 8,48 |
32 | Árný Sara Hinriksdóttir | IS2016101657 Moli frá Aðalbóli 1 | 8,48 |
33 | Hrefna Kristín Ómarsdóttir | IS2012184671 Háfleygur frá Álfhólum | 8,48 |
Hér fyrir neðan má sjá fyrrum sigurvegara í unglingaflokki en einungis einn knapi hefur sigrað þann flokk tvisvar, það er Freyja Amble Gísladóttir sem efst stóð tvívegis á Mugg frá Stangarholti.
Fyrrum sigurvegarar Unglingaflokks á Landsmóti, fengið af vef LH.
Unglingaflokkur
2022 Sigurður Steingrímsson |
Hátíð frá Forsæti II |
Geysir |
8,96 |
|
2018 | Benedikt Ólafsson | Biskup frá Ólafshaga | Hörður | 8,70 |
2016 | Hafþór Hreiðar Birgisson | Villimey frá Hafnarfirði | Sprettur | 8,82 |
2014 | Þórdís Inga Pálsdóttir | Kjarval frá Blönduósi | Stígandi | 8,90 |
2012 | Guðmunda Ellen Sigurðardóttir | Blæja frá Háholti | Geysir | 8,82 |
2011 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Bruni frá Hafsteinsstöðum | Máni | 8,71 |
2008 | Arnar Logi Lúthersson | Frami frá Víðidalstungu II | Hörður | 8,79 |
2006 | Sara Sigurbjörnsdóttir | Kári frá Búlandi | Fákur | 8,73 |
2004 | Valdimar Bergstað | Kólfur frá Stangarholti | Fákur | |
2002 | Freyja Amble Gísladóttir | Muggur frá Stangarholti | Sleipnir | 8,84 |
2000 | Freyja Amble Gísladóttir | Muggur frá Stangarholti | Sleipnir | 8,77 |
1998 | Karen Líndal Marteinsdóttir | Manni frá Vestri-Leirárgörðum | Dreyri | 8,69 |
1994 | Sigríður Pjetursdóttir | Safír frá Ríp | Sörli | 8,62 |
1990 | Edda Rún Ragnarsdóttir | Sörli frá Norðtungu | Fákur | 9,04 |
1986 | Hörður Á Haraldsson | Háfur | Fákur | 8,54 |
1978 | Þórður Þorgeirsson | Kolki | Fákur | 8,63 |
*Birt með fyrirvara um að öll félög hafi skilað inn niðurstöðum af sínum mótum.
*Miðað við stöðulista þriðjudaginn 18. júní.