Annar Íslandsmeistaratitill Elvu Rúnar
Þá er Íslandsmóti unglinga og barna formlega lokið en seinustu úrslitum dagsins lauk rétt í þessu. Hestamannafélagið Hörður á hrós skilið fyrir gott mót.
Elva Rún Jónsdóttir vann töltið í unglingaflokki á Straumi frá Hofsstöðum, Garðabæ með 7,28 í einkunn. Annar Íslandsmeistaratitilinn hennar Elvu Rúnar í dag en hún vann fjórgang á Hraunari frá Vorsabæ í morgun.
Í öðru sæti varð Kolbrún Sif Sindradóttir á Hallsteini frá Hólum með 7,06 í einkunn og í því þriðja voru jafnar Apríl Björk Þórisdóttir á Lilju frá Kvistum, Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Sigð frá Syðri-Gegnishólum og Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Goða frá Garðabæ með 6,89 í einkunn.
Nr. 1
Knapi: Elva Rún Jónsdóttir – Sprettur – Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ – 7,28
Hægt tölt 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00
Tölt með hraðamun 7,50 7,50 7,50 7,00 6,50 7,33
Greitt tölt 7,50 8,00 7,50 7,50 7,00 7,50
Nr. 2
Knapi: Kolbrún Sif Sindradóttir – Sörli – Hallsteinn frá Hólum – 7,06
Hægt tölt 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 7,50 7,50 6,50 7,00 6,50 7,00
Greitt tölt 6,00 7,00 6,00 6,50 6,00 6,17
Nr. 3-5
Knapi: Elísabet Líf Sigvaldadóttir – Geysir – Goði frá Garðabæ – 6,89
Hægt tölt 6,50 6,50 7,00 7,00 6,50 6,67
Tölt með hraðamun 6,50 7,00 7,00 6,50 6,50 6,67
Greitt tölt 7,50 7,50 7,00 7,50 7,00 7,33
Nr. 3-5
Knapi: Apríl Björk Þórisdóttir – Sprettur – Lilja frá Kvistum – 6,89
Hægt tölt 6,50 6,50 7,00 6,50 6,50 6,50
Tölt með hraðamun 7,00 7,00 7,00 7,00 6,50 7,00
Greitt tölt 7,50 7,50 7,00 6,00 7,00 7,17
Nr. 3-5
Knapi: Lilja Rún Sigurjónsdóttir – Fákur – Sigð frá Syðri-Gegnishólum – 6,89
Hægt tölt 7,00 7,00 6,50 7,00 6,50 6,83
Tölt með hraðamun 6,50 7,00 7,00 7,50 6,00 6,83
Greitt tölt 7,50 7,50 7,00 6,50 6,50 7,00
Nr. 6
Knapi: Svandís Aitken Sævarsdóttir – Sleipnir – Fjöður frá Hrísakoti – 0,00
Hægt tölt 7,50 7,50 7,50 7,50 7,50 7,50
Tölt með hraðamun 7,00 6,50 7,50 6,50 6,50 6,67
Greitt tölt 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00