Annar Íslandsmeistaratitill Elvu Rúnar
Þá er Íslandsmóti unglinga og barna formlega lokið en seinustu úrslitum dagsins lauk rétt í þessu. Hestamannafélagið Hörður á hrós skilið fyrir gott mót.
Elva Rún Jónsdóttir vann töltið í unglingaflokki á Straumi frá Hofsstöðum, Garðabæ með 7,28 í einkunn. Annar Íslandsmeistaratitilinn hennar Elvu Rúnar í dag en hún vann fjórgang á Hraunari frá Vorsabæ í morgun.
Í öðru sæti varð Kolbrún Sif Sindradóttir á Hallsteini frá Hólum með 7,06 í einkunn og í því þriðja voru jafnar Apríl Björk Þórisdóttir á Lilju frá Kvistum, Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Sigð frá Syðri-Gegnishólum og Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Goða frá Garðabæ með 6,89 í einkunn.
Nr. 1
Knapi: Elva Rún Jónsdóttir – Sprettur – Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ – 7,28
Hægt tölt 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00 7,00
Tölt með hraðamun 7,50 7,50 7,50 7,00 6,50 7,33
Greitt tölt 7,50 8,00 7,50 7,50 7,00 7,50
Nr. 2
Knapi: Kolbrún Sif Sindradóttir – Sörli – Hallsteinn frá Hólum – 7,06
Hægt tölt 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 7,50 7,50 6,50 7,00 6,50 7,00
Greitt tölt 6,00 7,00 6,00 6,50 6,00 6,17
Nr. 3-5
Knapi: Elísabet Líf Sigvaldadóttir – Geysir – Goði frá Garðabæ – 6,89
Hægt tölt 6,50 6,50 7,00 7,00 6,50 6,67
Tölt með hraðamun 6,50 7,00 7,00 6,50 6,50 6,67
Greitt tölt 7,50 7,50 7,00 7,50 7,00 7,33
Nr. 3-5
Knapi: Apríl Björk Þórisdóttir – Sprettur – Lilja frá Kvistum – 6,89
Hægt tölt 6,50 6,50 7,00 6,50 6,50 6,50
Tölt með hraðamun 7,00 7,00 7,00 7,00 6,50 7,00
Greitt tölt 7,50 7,50 7,00 6,00 7,00 7,17
Nr. 3-5
Knapi: Lilja Rún Sigurjónsdóttir – Fákur – Sigð frá Syðri-Gegnishólum – 6,89
Hægt tölt 7,00 7,00 6,50 7,00 6,50 6,83
Tölt með hraðamun 6,50 7,00 7,00 7,50 6,00 6,83
Greitt tölt 7,50 7,50 7,00 6,50 6,50 7,00
Nr. 6
Knapi: Svandís Aitken Sævarsdóttir – Sleipnir – Fjöður frá Hrísakoti – 0,00
Hægt tölt 7,50 7,50 7,50 7,50 7,50 7,50
Tölt með hraðamun 7,00 6,50 7,50 6,50 6,50 6,67
Greitt tölt 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00
Annar Íslandsmeistaratitill Elvu Rúnar
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Landsmótið verður í beinni á EiðfaxaTV