Íslandsmót Jón Ársæll efstur í fjórgangi í ungmennaflokki

  • 25. júlí 2024
  • Fréttir
Íslandsmót ungmenna og fullorðna hófst í dag á forkeppni í fjórgangi í ungmennaflokki. 

Mótið fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal en þar er allt til alls enda ekki þrjár vikur síðan Landsmóti hestamanna lauk þar.

Efstur eftir forkeppni í fjórgangi í ungmennaflokki er Jón Ársæll Bergmann á Halldóru frá Hólaborg með 7,17 í einkunn. Önnur er Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II með 7,00 í einkunn en systir hennar, Elva Rún, varð Íslandsmeistari í unglingaflokki á Hraunari síðustu helgi. Þriðja er Hekla Rán Hannesdóttir á Grím frá Skógskoti með 6,90 í einkunn.

Næst á dagskrá er fjórgangur í meistaraflokki en hægt er að sjá dagskrá mótsins, lifandi niðurstöður og ráslista á HorseDay smáforritinu.

Fjórgangur V1 – Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Geysir 7,17
2 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II Sprettur 7,00
3 Hekla Rán Hannesdóttir Grímur frá Skógarási Sprettur 6,90
4 Þórey Þula Helgadóttir Hrafna frá Hvammi I Jökull 6,87
5-6 Hildur Ösp Vignisdóttir Rökkvi frá Ólafshaga Hörður 6,80
5-6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi Sprettur 6,80
7-9 Sigurður Baldur Ríkharðsson Garri frá Bessastöðum Sprettur 6,73
7-9 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum Þytur 6,73
7-9 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ Skagfirðingur 6,73
10-11 Hekla Rán Hannesdóttir Fluga frá Hrafnagili Sprettur 6,70
10-11 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk Þytur 6,70
12 Eva Kærnested Styrkur frá Skák Fákur 6,67
13-14 Sigurður Baldur Ríkharðsson Loftur frá Traðarlandi Sprettur 6,63
13-14 Lilja Dögg Ágústsdóttir Kolvin frá Langholtsparti Geysir 6,63
15 Glódís Líf Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum Máni 6,50
16-17 Sara Dís Snorradóttir Logi frá Lundum II Sörli 6,43
16-17 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Sprettur 6,43
18 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Bára frá Gásum Léttir 6,40
19-20 Eydís Ósk Sævarsdóttir Hrímnir frá Hvammi 2 Hörður 6,33
19-20 Matthías Sigurðsson Fölski frá Leirubakka Fákur 6,33
21 Lilja Dögg Ágústsdóttir Döggin frá Eystra-Fróðholti Geysir 6,20
22-23 Selma Leifsdóttir Hjari frá Hofi á Höfðaströnd Fákur 6,10
22-23 Unnur Erla Ívarsdóttir Víðir frá Tungu Fákur 6,10

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar