Ásmundur með tvo titla í samanlögðum greinum
Ásmundur Ernir Snorrason er Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum og samanlögðum fjórgangsgreinum í meistaraflokki.
Ásmundur keppti á Hlökk frá Strandarhöfði í slaktaumatölti (8.80) og í fjórgangi (7.63) en þau enduðu í 2. sæti í slaktaumatölti.
Í fimmgangsgreinunum keppti hann á Aski frá Holtsmúla 1 og tóku þeir þátt í tölti (7,70), fimmgangi (7,30) og gæðingaskeiði (8,08).