Norðurlandamót Siggi Sig og Tígull áttu góða sýningu í B-flokki

  • 8. ágúst 2024
  • Fréttir

Félagarnir Siggi Sig og Tígull. Ljósmynd: FB síða Bernt og Gabrielle Severinsen

Forkeppni í B-flokki gæðinga lokið

Forkeppni í B-flokki gæðinga er nú lokið á Norðurlandamótinu. Alls voru keppendur í þeirri grein 14 talsins og margar góðar sýningar sáust.

Fulltrúi Íslands í B-flokki var Tígull frá Kleiva og Sigurður Sigurðarson. Tígull er hátt dæmdur stóðhestur sem náð hefur náð góðum keppnisárangri, hann er undan Hrynjanda frá Hrepphólum og Von fra Verket. Þeir áttu góða sýningu og uppskáru 8,646 í einkunn og annað til þriðja sætið ásamt Svani frá Kringeland og Ingólfi Pálmasyni sem keppa fyrir hönd Noregs.

Í efsta sætinu er Gná frá Kílhrauni ásamt knapa sínum Jeanette Holst Gohn með einkunnina 8,676 en þær keppa fyrir hönd Danmerkur.

A-úrslit í B-flokki fara fram á laugardaginn.

Niðurstöður frá Forkeppni í B-flokki

# Knapi Hestur Einkunn
1 Jeanette Holst Gohn Gná frá Kílhrauni 8.676
2 Ingolfur Palmason Svanur fra Kringeland 8.646
2 Sigurður Sigurðarson Tígull fra Kleiva 8.646
4 Knút Andreas Svabo Lützen Kári frá Ásbrú 8.642
5 Liv Runa Sigtryggsdottir Milljón fra Bergkåsa 8.622
6 Johanna Asplund Næpa från Asplunda 8.576
7 Kristin Elise Andersen Komet fra Skog 8.534
8 Brjánn Julíusson Leistur frá Hólum 8.526
9 Jenny Göransson Fengur från Backome 8.502
10 Signe Kaave Reynir frá Margrétarhofi 8.472
11 Emil Sundström Vísir från Tavelsjö 8.348
12 Jette Saltoft Gram Narfi frá Áskoti 8.310
13 Elise Lundhaug Bikar frá Syðri-Reykjum 8.144
14 Frida Dahlén Gunnar fra Gavnholt 0,00

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar