Þriðju skeiðleikar Skeiðfélagsins, Lífland og EQUES Equipments fóru fram í kvöld á Selfossi og voru sýndir í beinni útsendingu hér á vef Eiðfaxa og í Sjónvarpi Símans.
Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu voru með besta tímann í 250 m. skeiðinu eða 22,20 sek. Í öðru sæti varð Ævar Örn Guðjónsson á Vigdísi frá Eystri-Hól með tímann 22,94 sek. og í þriðja Sigursteinn Sumarliðason og Drottning frá Þóroddsstöðum með tímann 23,39 sek.
Larissa Silja Werner og Hylur frá Kjarri fóru hraðast 150 metrana á tímanum 15,14 sek. Þorgeir Ólafsson og Saga frá Sumarliðabæ 2 fóru næst hraðast á tímanum 15,20 sek. og í þriðja sæti voru Þráinn Ragnarsson og Blundur frá Skrúð með tímann 15,27 sek.
Í 100 m. skeiðinu urðu hlutskarpastir þeir Sveinn Ragnarsson og Kvistur frá Kommu á tímanum 7,65 sek. Annar varð Ævar Örn Guðjónsson með hryssuna Viðju frá Efri-Brú á tímanum 7,93 sek. Þriðja besta tíman átti Benedikt Ólafsson á Vonardís frá Ólafshaga á tímanum 7,99.
Næstu skeiðleikar fara fram á Hellu og verða samhliða Suðurlandsmóti, nánari dagsetning kemur þegar nær dregur.
Verðlaunahafar í 250 m skeiði
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 22,20
2 Ævar Örn Guðjónsson Vigdís frá Eystri-Hól 22,94
3 Sigursteinn Sumarliðason Drottning frá Þóroddsstöðum 23,39
4 Ævar Örn Guðjónsson Gnúpur frá Dallandi 24,66
5 Ólafur Örn Þórðarson Kleópatra frá Litla-Dal 25,91
6 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 0,00
Verðlaunahafar í 150 m skeiði
Sæti Knapi Hross Tími
1 Larissa Silja Werner Hylur frá Kjarri 15,14
2 Þorgeir Ólafsson Saga frá Sumarliðabæ 2 15,20
3 Þráinn Ragnarsson Blundur frá Skrúð 15,27
4 Dagur Sigurðarson Lína frá Þjóðólfshaga 1 15,42
5 Ævar Örn Guðjónsson Draumur frá Borgarhóli 15,60
6 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal 15,61
7 Birgitta Bjarnadóttir Rangá frá Torfunesi 15,80
8 Vigdís Anna Hjaltadóttir Hlíf frá Strandarhjáleigu 17,36
9-13 Vigdís Matthíasdóttir Vaðalda frá Mykjunesi 2 0,00
9-13 Þorgeir Ólafsson Grunur frá Lækjarbrekku 2 0,00
9-13 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli 0,00
9-13 Iris Cortlever Seyla frá Selfossi 0,00
9-13 Ævar Örn Guðjónsson Viðja frá Efri-Brú 0,00
Verðlaunahafar í 100 m skeiði
Sæti Knapi Hross Tími
1 Sveinn Ragnarsson Kvistur frá Kommu 7,65
2 Ævar Örn Guðjónsson Viðja frá Efri-Brú 7,93
3 Benedikt Ólafsson Vonardís frá Ólafshaga 7,99
4 Kjartan Ólafsson Örk frá Fornusöndum 8,22
5 Hjörvar Ágústsson Orka frá Kjarri 8,32
6 Þorgils Kári Sigurðsson Gullborg frá Læk 8,34
7 Konráð Valur Sveinsson Flugsvinn frá Ytra-Dalsgerði 8,35
8 Kjartan Ólafsson Drómi frá Þjóðólfshaga 1 8,42
9 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 8,47
10 Þorgils Kári Sigurðsson Nn frá Reykjavík 8,56
11 Vigdís Matthíasdóttir Vaðalda frá Mykjunesi 2 8,62
12 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli 8,63
13 Jón Óskar Jóhannesson Brimkló frá Þorlákshöfn 8,82
14 Iris Cortlever Seyla frá Selfossi 10,47
15-17 Valdís Björk Guðmundsdóttir Mæja frá Mó 0,00
15-17 Erlendur Ari Óskarsson Spes frá Stóra-Hofi 0,00
15-17 Unnur Rós Ármannsdóttir Næturkráka frá Brjánsstöðum 0,00