Töffari efstur á Hólum

  • 15. ágúst 2024
  • Fréttir

Töffari frá Hvalnesi og Egill Þórir Bjarnason í sveiflu heima í Hvalnesi. Ljósmynd: Pernilla Göransson

52 hross sýnd í fullnaðardómi

Síðsumarssýning kynbótahrossa fór fram á Hólum í Hjaltadal nú vikunni þar sem sýnd voru 67 hross og þar af 52 í fullnaðardómi. Dómarar voru þau Guðlaugur Antonsson, Arnar Bjarki Sigurðarson og Halla Eygló Sveinsdóttir.

Athygli vakti að ekki var notast við hina eiginlegu kynbótabraut á Hólum heldur skeiðbrautina við hringvöllinn. Samkvæmt heimildum Eiðfaxa er það komið til vegna þess að skipt var um efni að hluta til á kynbótabrautinni nú nýlega og þótti hún ekki hæf til sýninga.

Hæst dæmda hross sýningarinnar var sex vetra gamall stóðhestur, Töffari frá Hvalnesi, sýnandi hans var Egill Þórir Bjarnason sem jafnframt er ræktandi hans en eigendur eru Guðrún Elín Egilsdóttir og Hvalnesbúið ehf. Töffari er undan Hágangi frá Narfastöðum og Dís frá Hvalnesi. Hlaut hann 8,25 fyrir sköpulag, 8,43 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,37.

Hæst dæmda hryssan var Hekla frá Efri-Fitjum, 6.vetra gömul undan Arði frá Brautarholti og Hrinu frá Blönduósi. Ræktendur hennar eru Tryggvi Björnsson og Miðsitja ehf. Eigendur eru Tryggvi Björnsson, Magnús Andrésson og Anna Christine Ulbæk. Sýnandi hennar var Þórarinn Eymundsson. Hekla hlaut fyrir sköpulag 8,50, fyrir hæfileika 8,28 og í aðaleinkunn 8,36.

Eitt hross hlaut einkunnina 9,5 fyrir einstaka eiginleika í hæfileikum en það var Lukka frá Breiðholti Gbr, sem hlaut 9,5 fyrir skeið, hún er undan Ómi frá Kvistum og Hrund frá Torfunesi. Sýnandi hennar var Þórarinn Eymundsson.

Hross á sýningunni raðað eftir aðaleinkunn.

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
IS2018157153 Töffari frá Hvalnesi 8.25 8.43 8.37 Egill Þórir Bjarnason
IS2018255054 Hekla frá Efri-Fitjum 8.5 8.28 8.36 Þórarinn Eymundsson
IS2017235617 Hrönn frá Neðri-Hrepp 8.01 8.41 8.27 Björn Haukur Einarsson
IS2018201170 Frísk frá Prestsbæ 8.26 8.27 8.27 Þórarinn Eymundsson
IS2015255476 Eldrós frá Þóreyjarnúpi 8.24 8.25 8.25 Hörður Óli Sæmundarson
IS2018258913 Gleði frá Flatatungu 8.09 8.27 8.21 Þórgunnur Þórarinsdóttir
IS2018156495 Mídas frá Köldukinn 2 8.06 8.25 8.19 Egill Þórir Bjarnason
IS2018156957 Skýrnir frá Skagaströnd 8.26 8.12 8.17 Hörður Óli Sæmundarson
IS2014235715 Sóley frá Oddsstöðum I 8.13 8.14 8.14 Björn Haukur Einarsson
IS2019201167 Álfadís frá Prestsbæ 8.54 7.92 8.13 Þórarinn Eymundsson
IS2019101170 Fær frá Prestsbæ 8.41 7.96 8.12 Þórarinn Eymundsson
IS2018235850 Fiðla frá Skrúð 8.01 8.18 8.12 Björn Haukur Einarsson
IS2016155010 Brandur frá Gröf 8.59 7.86 8.12 Hörður Óli Sæmundarson
IS2019158165 Hólmjárn frá Þúfum 8.31 8.01 8.11 Gísli Gíslason
IS2019235480 Kvika frá Neðri-Hrepp 8.09 8.1 8.1 Björn Haukur Einarsson
IS2018258127 Blíð frá Bræðraá 8.14 8.05 8.09 Bjarni Jónasson
IS2018265486 Lukka frá Naustum III 8.39 7.92 8.08 Bjarni Jónasson
IS2020256465 Jóndís frá Hæli 8.07 8.08 8.08 Bjarni Jónasson
IS2018225421 Lukka frá Breiðholti, Gbr. 8.11 8.04 8.07 Þórarinn Eymundsson
IS2018257154 Gló frá Hvalnesi 8.17 7.98 8.05 Egill Þórir Bjarnason
IS2019275210 Grimmhildur frá Hofteigi 8.21 7.95 8.04 Atli Freyr Maríönnuson
IS2018156955 Starkaður frá Skagaströnd 8.34 7.86 8.03 Hörður Óli Sæmundarson
IS2016257862 Vaka frá Lýtingsstöðum 7.97 8.05 8.02 Bjarni Jónasson
IS2017257766 Aríel frá Fitjum 7.97 8 7.99 Bjarni Jónasson
IS2019158152 Grásteinn frá Hofi á Höfðaströnd 8.11 7.92 7.98 Sigrún Rós Helgadóttir
IS2020276231 Dís frá Úlfsstöðum 8.13 7.9 7.98 Hans Friðrik Kjerulf
IS2019186685 Fagri frá Skeiðvöllum 8.17 7.88 7.98 Sigurður Heiðar Birgisson
IS2016258760 Pía frá Djúpadal 8.11 7.9 7.98 Þórarinn Eymundsson
IS2017258595 Edda frá Kálfsstöðum 8.02 7.94 7.97 Bjarni Jónasson
IS2019156288 Óskahrafn frá Steinnesi 8.24 7.77 7.94 Magnús Bragi Magnússon
IS2017257299 Dísa frá Breiðstöðum 7.9 7.95 7.93 Guðmar Freyr Magnússon
IS2015287466 Sónata frá Egilsstaðakoti 8.29 7.73 7.93 Sigrún Rós Helgadóttir
IS2019155174 Skjár frá Syðra-Kolugili 8.44 7.63 7.92 Hörður Óli Sæmundarson
IS2013201657 Melrós frá Aðalbóli 1 7.94 7.88 7.9 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2018281843 Stilla frá Heimahaga 8.11 7.79 7.9 Kristófer Darri Sigurðsson
IS2017256455 Rós frá Blönduósi 8.09 7.79 7.9 Klara Sveinbjörnsdóttir
IS2017258370 Hreyfing frá Dalsmynni 7.65 8.02 7.89 Sigrún Rós Helgadóttir
IS2018258308 Rest frá Hólum 8.2 7.72 7.89 Klara Sveinbjörnsdóttir
IS2017281565 Álfadís frá Minni-Völlum 7.78 7.91 7.86 Atli Freyr Maríönnuson
IS2017288099 Gasella frá Stangarlæk 1 7.79 7.88 7.85 Hörður Óli Sæmundarson
IS2018282485 Flóra frá Dvergasteinum 8.16 7.67 7.84 Ísólfur Líndal Þórisson
IS2015281843 Sinfónía frá Heimahaga 7.51 8 7.83 Kristófer Darri Sigurðsson
IS2017255250 Yfirvegun frá Efri-Þverá 7.99 7.73 7.82 Guðmar Freyr Magnússon
IS2016281844 Sóldís frá Heimahaga 7.92 7.76 7.82 Kristófer Darri Sigurðsson
IS2017258152 Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd 8.16 7.62 7.81 Þorsteinn Björn Einarsson
IS2017252102 Rás frá Varmalæk 1 7.89 7.76 7.81 Bjarni Jónasson
IS2016256286 Krít frá Steinnesi 7.98 7.67 7.78 Magnús Bragi Magnússon
IS2018264486 Hátíð frá Efri-Rauðalæk 8.08 7.57 7.75 Baldvin Ari Guðlaugsson
IS2018236671 Ísey frá Borgarnesi 8.19 7.49 7.74 Björn Haukur Einarsson
IS2016256165 Brana frá Flögu 7.73 7.61 7.65 Bjarni Jónasson
IS2016258770 Styrjöld frá Syðstu-Grund 7.98 7.4 7.6 Daníel Gunnarsson
IS2020287676 Morgunstjarna frá Selfossi 7.94 7.26 7.5 Stefán Tor Leifsson
IS2015236386 Askja frá Bakkakoti 8.38 Björn Haukur Einarsson
IS2020166133 Auður frá Hléskógum 7.7 Bjarni Jónasson
IS2017166371 Geisli frá Höskuldsstöðum 8.12 Lea Christine Busch
IS2020235850 Gullfríð frá Skrúð 8.46 Björn Haukur Einarsson
IS2018258182 Kjarnorka frá Melstað 7.99 Gísli Gíslason
IS2019257333 Lukka frá Gýgjarhóli 7.73 Egill Þórir Bjarnason
IS2018257917 Lukka frá Byrgisskarði 7.79 Lea Christine Busch
IS2019258460 Selja frá Narfastöðum 8.29 Kristófer Darri Sigurðsson
IS2019258165 Skotta frá Þúfum 7.95 Gísli Gíslason
IS2020165864 Sveppur frá Bringu 7.95 Egill Már Vignisson
IS2019201083 Ugla frá Söguey 7.97 Egill Þórir Bjarnason
IS2020158166 Vísir frá Þúfum 8.33 Gísli Gíslason
IS2020155501 Vöggur frá Eyri 8.3 Hörður Óli Sæmundarson
IS2018288601 Þula frá Bergstöðum 8.15 Hörður Óli Sæmundarson
IS2017265864 Þökk frá Bringu 7.84 Magnús Bragi Magnússon

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar