Mið-Evrópumótið Laura er Mið-Evrópu meistari í gæðingaskeiði

  • 16. ágúst 2024
  • Fréttir

Laura og Fannar Mið-Evrópu meistarar í gæðingaskeiði. Ljósmynd: Neddend Tierfoto/Eyja.net

Allt í beinni útsendingu á Eyja TV

Mið-Evrópumótið fer nú fram í  í St. Radegund í Austuríki. EYJA TV færir þér mótið í beinni útsendingu en einnig er hægt að horfa á mótið hvenær sem er eftir að því er lokið. Á mótinu keppir fjöldinn allur af frábærum knöpum og hrossum frá hinum ýmsu löndum.

Keppni á mótinu hófst í gær þegar forkeppni í slaktaumatölti (T2 & T4), fimmgangi (F2) og fjórgangi (v2) fór fram. Þá var í gærkvöldi keppni í gæðingaskeiði.

Mið-Evrópu meistari er Laura Enderes á Fannari von der Elschenau með einkunnina 8,42, í öðru sæti varð Vicky Eggertsson á Ylfu frá Miðengi með 8,33 og í því þriðja varð Helga Hochstöger á Nóra von Oed með einkunnina 7,96. Efsta ungmenni var Lisa Sophie Ortuno Stühring á Elja vom Hollerbusch með 6,79 í einkunn,

Eins og áður segir er hægt að nálgast beina útsendingu í gegnum Eyja.net. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá fimmtudeginum.

Hér má nálgast dagskrá dagsins og úrslit.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar