Skýr á flest fullnaðardæmd afkvæmi í ár

  • 29. ágúst 2024
  • Fréttir

Skýr frá Skálakoti hlaut heiðursverðlaun og Sleipnisbikarinn á landssýningu árið 2020. Ljósmynd: Louisa Hackl

Listi yfir þá stóðhesta sem eiga 10 eða fleiri fullnaðardæmd afkvæmi

Kynbótasýningum hér á landi lauk í síðustu viku en alls voru 1389 fullnaðardómi felldir á 15 mismunandi sýningum auk Landsmóts.

Eiðfaxi mun gera upp kynbótaárið í tölum í Árbók Eiðfaxa og hér á vefnum.

Flest dæmd afkvæmi í ár dæmd í fullnaðardómi á Skýr frá Skálakoti alls 55 talsins. Næstur á eftir honum er Álfaklettur frá Syðri-Gegnihólsum með 38 dæmd afkvæmi og þar skammt undan er Kveikur frá Stangarlæk 1 með 36 dæmd afkvæmi.

Taka skal til skoðunar að hér er ekki tekið tillit til fjölda afkvæma á tamningaraldri en sá fjöldi er mjög mismunandi á milli þessara hesta auk aldurs þeirra sjálfra.

Nafn Afkvæmi dæmd í fullnaðardómi
Skýr frá Skálakoti 55
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 38
Kveikur frá Stangarlæk 1 36
Draupnir frá Stuðlum 27
Þráinn frá Flagbjarnarholti 26
Skaginn frá Skipaskaga 25
Kiljan frá Steinnesi 19
Spuni frá Vesturkoti 19
Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 18
Hrannar frá Flugumýri 16
Arion frá Eystra-Fróðholti 16
Konsert frá Hofi 15
Óskasteinn frá Íbishóli 15
Dagfari frá Álfhólum 14
Forkur frá Breiðabólstað 13
Sjóður frá Kirkjubæ 13
Trymbill frá Stóra-Ási 12
Apollo frá Haukholtum 12
Ölnir frá Akranesi 12
Hringur frá Gunnarsstöðum 11
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum 10
Ljósvaki frá Valstrýtu 10
Ísak frá Þjórsárbakka 10
Viti frá Kagaðarhóli 10
*Birt með fyrirvara um mannleg mistök
*Miðað við þá hesta sem áttu 10 eða fleiri fullnaðardæmd afkvæmi á Íslandi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar