FEIF Leiðtoganámskeið fyrir ungt hestafólk

  • 28. ágúst 2024
  • Fréttir
6th FEIF Young Leaders’ Event

Dagana 4.-6. október næstkomandi verður haldinn viðburður á vegum FEIF fyrir „ungleiðtoga“  í Stokkhólm. Þar sem fjallað verður um þátttöku barna og unglinga og hvernig við stöndum að og styðjum við nýliðun í hestamennsku. Viðburðurinn er á vegum FEIF og sænska Íslandshesta sambandsins (SIF) og er ætlaður ungum leiðtogum á aldrinum 18-26 ára innan hestamannafélaganna sem vilja láta til sín taka. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu og mun án efa styrkja þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélagana.

Á námskeiðinu fá þátttakendur reynslu í að leiða hópavinnu og verkefni, tækifæri til auka eigin færni og þroska auk þess að bæta við þekkingu sína á Íslandshestaheiminum í heild sinni. Að auki munu þátttakendur taka þátt í leiðtogaæfingum og æfa verkefnastjórnun með það markmið meðal annars að öðlast aukið sjálfstraust og læra að nýta styrkleika sína við flóknar félagslegar aðstæður.

Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltúra sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félagana til að tryggja nýliðun og flæði þekkingar og reynslu ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar.

Á dagskránni er meðal annars:

Thérèse “Tessan” Waerner, sérfræðingur í kennslufræði og forystu innan hestaiðnaðarins, mun standa fyrir vinnustofu um forystu og stjórnun.

Karolina Lagerlund, forstjóri sænska hestaiðnaðarsjóðsins (HNS), mun deila spennandi sem og mikilvægri framtíðarsýn sinni á framtíð hestaíþrótta.

Einnig er hægt að hlakka til hestatengdrar vettvangsferða og óvæntra funda með spennandi fyrirlesurum.

Umsóknar- og greiðslufrestur: 1. september 2024

Námskeiðið hefst á föstudaginn 4. október kl 15:00 á Quality Hotel Globe í Stokkhólmi og endar sunnudaginn 6. október kl 14:00.

Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur, fræðsla og lestarmiðar.

Frekari upplýsingar: joninasif@lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar