Skrekkur frá Sumarliðabæ 2 efstur í Romme
Um síðustu helgi fór fram kynbótasýning á Romme í Svíþjóð þar sem 39 hross mættu til dóms og þar af 34 í fullnaðardómi. Dómarar á sýningunni voru Guðlaugur Antonsson, Arnar Bjarki Sigurðsson og Elsa Mandal Hreggviðsdóttir.
Skrekkur frá Sumarliðabæ 2 hlaut hæstan dóm á sýningunni sýndur af Daníel Inga Smárasyni, ræktandi hans er Birgir Már Ragnarsson en eigandi Svarthöfði-Hrossarækt ehf. Skrekkur er sex vetra gamall undan Spuna frá Vesturkoti og Þyrnirós frá Þjóðólfshaga 1. Hlaut hann fyrir sköpulag 8,28, fyrir hæfileika 8,19 og í aðaleinkunn 8,22.
Listi yfir hross sýnd á Romme