Fullkominn á feti
Gangtegundir íslenska hestsins eru margar og fjölbreytilegar. Ein af þeim gangtegundum sem hefur tekið hvað mestum framförum á síðustu árum er fet sem knapar leggja nú ennþá meiri metnað í að þjálfa en áður var.
Á Mið-evrópska meistaramótinu gerðist það að einn hestur hlaut 10,0 í einkunn fyrir fet hjá öllum fimm dómurum í fimmgangs liðakeppni (e.team trophy) en það var hinn 21.vetra gamli Heljar frá Stóra-Hofi en knapi á honum var eigandi hans Silvia Ochsenreiter-Egli. Heljar er undan Aroni frá Strandarhöfði og Morgunstjörnu frá Stóra-Hofi, ræktandi hans er Bæring Sigurbjörnsson.
Á vefsíðu Horses of Iceland birtist nú nýlega viðtal við Silviu þar sem hún fer yfir sögu þeirra Heljars og hvernig maður heldur hesti í fremstu röð keppnishesta svo lengi, það viðtal má lesa með því að smella hér.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af Heljari sem fengið var hjá Eyja.net